Jónas 4:1–11
4 En Jónasi mislíkaði þetta stórlega og varð fokreiður.
2 Hann bað því til Jehóva: „Æ, Jehóva, var þetta ekki einmitt það sem ég hugsaði meðan ég var enn heima í landi mínu? Þess vegna reyndi ég í fyrstu að flýja til Tarsis+ því að ég vissi að þú sýnir samúð og ert miskunnsamur Guð. Þú ert seinn til reiði, sýnir tryggan kærleika í ríkum mæli+ og vilt ekki að ógæfa komi yfir nokkurn mann.
3 Jehóva, taktu nú líf mitt því að það er betra að ég deyi en lifi.“+
4 Þá spurði Jehóva: „Er rétt af þér að reiðast svona?“
5 Jónas fór nú út úr borginni og settist niður fyrir austan hana. Þar gerði hann sér skýli og sat í skugganum og beið þess að sjá hvað yrði um borgina.+
6 Jehóva Guð lét þá flöskugraskersjurt* vaxa yfir Jónas til að skyggja á höfuð hans og lina kvöl hans. Jónas var mjög ánægður með graskersjurtina.
7 En í dögun næsta morgun sendi hinn sanni Guð orm sem lagðist á graskersjurtina svo að hún visnaði.
8 Þegar sólin var komin á loft sendi Guð brennheitan austanvind og steikjandi sólin skein á höfuð Jónasar svo að honum lá við yfirliði. Hann bað þess að fá að deyja og sagði aftur og aftur: „Það er betra að ég deyi en lifi.“+
9 Guð spurði þá Jónas: „Er rétt af þér að reiðast svona út af flöskugraskersjurtinni?“+
„Ég er í fullum rétti að vera reiður,“ svaraði hann, „svo reiður að mig langar að deyja.“
10 En Jehóva sagði: „Þú varst miður þín yfir graskersjurtinni sem þú hafðir ekkert fyrir og komst ekki upp. Hún óx á einni nóttu og hvarf á einni nóttu.
11 Ætti ég þá ekki að vorkenna Níníve, borginni miklu,+ þar sem eru meira en 120.000 manns sem þekkja ekki muninn á réttu og röngu,* og fjöldi dýra þar að auki?“+