Jónas 2:1–10

  • Bæn Jónasar í kviði fisksins (1–9)

  • Jónasi spúið upp á land (10)

2  Jónas bað nú til Jehóva Guðs síns úr kviði fisksins  og sagði: „Í örvæntingu minni kallaði ég til Jehóva og hann svaraði mér. Úr djúpi* grafarinnar* hrópaði ég á hjálp. Þú heyrðir rödd mína.   Þegar þú varpaðir mér í djúpið, í hjarta hafsins,þá umluktu straumarnir mig. Allar öldur þínar og holskeflur gengu yfir mig.   Ég hugsaði: ‚Ég er rekinn burt úr augsýn þinni! Fæ ég nokkurn tíma framar að sjá heilagt musteri þitt?‘   Vötnin gleyptu mig og ógnuðu lífi mínu,sjávardjúpið umlukti mig,þang vafðist um höfuð mér.   Ég sökk niður að rótum fjallanna. Slagbrandar jarðar skullu aftur að baki mér um eilífð. En þú færðir mig lifandi upp úr gröfinni, Jehóva Guð minn.   Það var til þín, Jehóva, sem ég hugsaði þegar líf mitt var að fjara út. Þá náði bæn mín til þín, í heilagt musteri þitt.   Þeir sem dýrka einskis nýt skurðgoð yfirgefa hann sem sýnir þeim tryggan kærleika.*   En ég færi þér fórn og tjái þakklæti mitt. Ég held það sem ég hef heitið. Björgunin kemur frá Jehóva.“ 10  Jehóva skipaði nú fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land.

Neðanmáls

Orðrétt „kviði“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „hætta að sýna trúfesti“.