Hósea 6:1–11

  • Hvatt til að snúa aftur til Jehóva (1–3)

  • Tryggð fólksins er hverful (4–6)

    • Tryggur kærleikur betri en fórnir (6)

  • Svívirðileg hegðun fólksins (7–11)

6  „Komið, við skulum snúa aftur til Jehóvaþví að hann hefur rifið okkur sundur en mun lækna okkur. Hann særði okkur en mun binda um sárin.   Hann lífgar okkur eftir tvo daga. Á þriðja degi reisir hann okkur uppog við munum lifa frammi fyrir honum.   Við munum kynnast Jehóva, gera okkar ýtrasta til að þekkja hann. Hann kemur jafn örugglega og dagrenningin,hann kemur til okkar eins og hellirigning,eins og vorregn sem vökvar jörðina.“   „Hvað á ég að gera við þig, Efraím? Hvað á ég að gera við þig, Júda? Tryggð* ykkar er eins og morgunþokan,eins og döggin sem hverfur fljótt.   Þess vegna hegg ég þá með spámönnum,ég bana þeim með orðum munns míns. Dómurinn yfir þér mun skína sem ljósið   því að ég gleðst yfir tryggum kærleika* en ekki sláturfórnumog yfir þekkingu á Guði frekar en brennifórnum.   En þeir hafa rofið sáttmálann eins og syndugir menn. Þar hafa þeir svikið mig.   Gíleað er borg illmenna,þakin blóðugum fótsporum.   Prestaflokkurinn er eins og ræningjahópur sem situr fyrir fólki. Þeir fremja morð á veginum við Síkemenda er hegðun þeirra svívirðileg. 10  Ég hef séð hrylling í Ísrael. Þar stundar Efraím vændi,Ísrael hefur óhreinkað sig. 11  En þér, Júda, er ætluð uppskeraþegar ég safna saman útlögum þjóðar minnar og leiði þá heim.“

Neðanmáls

Eða „Tryggur kærleikur“.
Eða „miskunnsemi“.