Hósea 2:1–23

  • Ísrael refsað fyrir ótryggð (1–13)

  • Ísrael fær að snúa aftur til eiginmanns síns, Jehóva (14–23)

    • ‚Þú munt ávarpa mig „eiginmaður minn“‘ (16)

2  Segið við bræður ykkar: ‚Fólk mitt!‘* og við systur ykkar: ‚Þú kona sem er miskunnað!‘*   Kærið móður ykkar, kærið hanaþví að hún er ekki eiginkona mín og ég er ekki eiginmaður hennar. Hún skal hætta vændislifnaði sínum*og fjarlægja hjúskaparbrotin frá brjóstum sínum.   Annars afklæði ég hana og skil hana eftir nakta eins og daginn sem hún fæddist. Ég geri hana að eyðimörk,að skrælnuðu landi,og læt hana deyja úr þorsta.   Börnum hennar sýni ég enga miskunnþví að þau eru lausaleiksbörn.   Móðir þeirra lagðist í vændi.* Hún sem gekk með þau hagaði sér skammarlega og sagði: ‚Ég ætla að elta ástríðufulla elskhuga mína,þá sem gefa mér brauð mitt og vatn,ull mína og lín, olíu og drykk.‘   Þess vegna loka ég vegi hennar með þyrnigerðiog reisi steinvegg til að hindra hanasvo að hún finni ekki stíga sína.   Hún mun elta ástríðufulla elskhuga sína en ekki ná þeim,hún mun leita að þeim en ekki finna þá. Þá segir hún: ‚Ég ætla að snúa aftur til eiginmanns* mínsþví að þá hafði ég það betra en nú.‘   Hún skildi ekki að það var ég sem hafði gefið henni kornið, nýja vínið og olíuna,ógrynnin öll af silfriog gull sem notað var handa Baal.   ‚Þess vegna kem ég og tek aftur korn mitt þegar tími þess kemurog nýja vínið mitt þegar tími þess kemurog ég hrifsa burt ull mína og lín sem átti að hylja nekt hennar. 10  Nú afhjúpa ég nekt hennar fyrir augunum á ástríðufullum elskhugum hennarog enginn þeirra bjargar henni úr hendi minni. 11  Ég bind enda á alla gleði hennar,hátíðir hennar, tunglkomudaga, hvíldardaga og allar hátíðarsamkomur hennar. 12  Ég eyðilegg vínviði hennar og fíkjutré sem hún sagði um: „Þetta eru laun mín sem ástríðufullir elskhugar mínir gáfu mér.“ Ég geri þau að kjarrskógisem villt dýr jarðar munu éta. 13  Ég dreg hana til ábyrgðar fyrir þá daga þegar hún færði Baalslíkneskjunum fórnir,þegar hún skreytti sig með hringum sínum og skartgripum og eltist við ástríðufulla elskhuga sínaen gleymdi mér,‘ segir Jehóva. 14  ‚Þess vegna mun ég tala hana til,ég leiði hana út í óbyggðirnarog vinn hjarta hennar með orðum mínum. 15  Eftir það gef ég henni aftur víngarða hennarog Akordal* sem vonarhlið. Þar mun hún svara mér eins og á æskudögum sínum,eins og daginn þegar hún fór út úr Egyptalandi. 16  Og á þeim degi,‘ segir Jehóva,‚muntu ávarpa mig „eiginmaður minn“ en ekki lengur „húsbóndi minn“.‘* 17  ‚Ég fjarlægi nöfn Baalslíkneskjanna úr munni hennarog nöfn þeirra verða gleymd. 18  Á þeim degi geri ég sáttmála fyrir þá við villt dýr merkurinnar,við fugla himins og skriðdýr jarðar. Ég útrými boga, sverði og stríði úr landinuog læt þá búa við öryggi.* 19  Ég heitbinst þér að eilífu,ég heitbinst þér í réttlæti og réttvísi,í tryggum kærleika og miskunnsemi. 20  Ég heitbinst þér í tryggðog þú munt þekkja Jehóva.‘ 21  ‚Á þeim degi bænheyri ég,‘ segir Jehóva,‚ég bænheyri himininnog hann bænheyrir jörðina. 22  Jörðin bænheyrir kornið, nýja vínið og olíunaog þau bænheyra Jesreel.* 23  Ég sái henni eins og fræi í jörðinaog miskunna henni sem var ekki miskunnað.* Ég segi við þá sem eru ekki fólk mitt:* „Þið eruð fólk mitt,“og þeir segja: „Þú ert Guð minn.“‘“

Neðanmáls

Sjá Hós 1:9, neðanmáls.
Sjá Hós 1:6, neðanmáls.
Eða „siðleysi sínu; lauslæti sínu“.
Eða „stundaði siðleysi (lauslæti)“.
Eða „fyrsta eiginmanns“.
Eða „Akorsléttu“.
Eða „Baal minn“.
Eða „liggja örugga“.
Sem þýðir ‚Guð mun sá fræi‘.
Sjá Hós 1:6, neðanmáls.
Sjá Hós 1:9, neðanmáls.