Fjórða Mósebók 1:1–54

  • Skráning manna í herinn (1–46)

  • Levítar undanþegnir herþjónustu (47–51)

  • Skipulag búðanna (52–54)

1  Jehóva talaði við Móse í óbyggðum Sínaí,+ í samfundatjaldinu,+ fyrsta dag annars mánaðar á öðru árinu eftir að þeir fóru út úr Egyptalandi.+ Hann sagði:  „Takið manntal+ og teljið alla Ísraelsmenn eftir ættum þeirra og ættkvíslum og skráið alla karlmenn með nafni, mann fyrir mann.  Þið Aron eigið að skrásetja alla 20 ára og eldri+ sem geta þjónað í her Ísraels, fylkingu eftir fylkingu.*  Takið með ykkur einn mann úr hverri ættkvísl. Hver þeirra á að vera höfuð ættar sinnar.+  Þetta eru nöfn mannanna sem verða ykkur til aðstoðar: frá Rúben, Elísúr+ Sedeúrsson;  frá Símeon, Selúmíel+ Súrísaddaíson;  frá Júda, Nakson+ Ammínadabsson;  frá Íssakar, Netanel+ Súarsson;  frá Sebúlon, Elíab+ Helónsson; 10  frá sonum Jósefs: frá Efraím,+ Elísama Ammíhúdsson; frá Manasse, Gamalíel Pedasúrsson; 11  frá Benjamín, Abídan+ Gídoníson; 12  frá Dan, Ahíeser+ Ammísaddaíson; 13  frá Asser, Pagíel+ Ókransson; 14  frá Gað, Eljasaf+ Degúelsson; 15  frá Naftalí, Akíra+ Enansson. 16  Þessir menn eru valdir úr söfnuðinum. Þeir eru höfðingjar+ ættkvísla feðra sinna, höfðingjar yfir þúsundum Ísraels.“+ 17  Móse og Aron sendu þá eftir þessum mönnum sem höfðu verið nafngreindir. 18  Þeir kölluðu saman allan söfnuðinn á fyrsta degi annars mánaðarins svo að hægt væri að skrásetja hvern og einn, 20 ára og eldri,+ með nafni eftir ætt og ættföður 19  eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þannig skrásetti hann þá í óbyggðum Sínaí.+ 20  Synir Rúbens, afkomendur frumburðar Ísraels,+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 21  Af ættkvísl Rúbens voru 46.500 menn skrásettir. 22  Afkomendur Símeons+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 23  Af ættkvísl Símeons voru 59.300 menn skrásettir. 24  Afkomendur Gaðs+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 25  Af ættkvísl Gaðs voru 45.650 menn skrásettir. 26  Afkomendur Júda+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 27  Af ættkvísl Júda voru 74.600 menn skrásettir. 28  Afkomendur Íssakars+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 29  Af ættkvísl Íssakars voru 54.400 menn skrásettir. 30  Afkomendur Sebúlons+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 31  Af ættkvísl Sebúlons voru 57.400 menn skrásettir. 32  Afkomendur Jósefs sem komu af Efraím+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 33  Af ættkvísl Efraíms voru 40.500 menn skrásettir. 34  Afkomendur Manasse+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 35  Af ættkvísl Manasse voru 32.200 menn skrásettir. 36  Afkomendur Benjamíns+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 37  Af ættkvísl Benjamíns voru 35.400 menn skrásettir. 38  Afkomendur Dans+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 39  Af ættkvísl Dans voru 62.700 menn skrásettir. 40  Afkomendur Assers+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 41  Af ættkvísl Assers voru 41.500 menn skrásettir. 42  Afkomendur Naftalí+ voru skráðir eftir nöfnum, ættum og ættfeðrum. Allir karlmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í hernum voru taldir. 43  Af ættkvísl Naftalí voru 53.400 menn skrásettir. 44  Móse, Aron og 12 höfðingjar Ísraels, einn fyrir hönd hverrar ættkvíslar, skrásettu þessa menn. 45  Allir Ísraelsmenn sem voru tvítugir og eldri og gátu þjónað í her Ísraels voru skrásettir eftir ættfeðrum sínum. 46  Alls voru 603.550 menn skrásettir.+ 47  Levítarnir+ voru þó ekki skrásettir með þeim eftir ættkvísl feðra sinna.+ 48  Jehóva sagði við Móse: 49  „Ættkvísl Leví er sú eina sem þú átt ekki að skrásetja. Þú átt ekki að telja hana með öðrum Ísraelsmönnum.+ 50  Þú skalt setja Levítana yfir tjaldbúð vitnisburðarins,+ yfir öll áhöld hennar og yfir allt sem fylgir henni.+ Þeir eiga að bera tjaldbúðina og öll áhöld hennar.+ Þeir skulu þjóna við tjaldbúðina+ og tjalda umhverfis hana.+ 51  Þegar flytja á tjaldbúðina eiga Levítarnir að taka hana niður+ og þegar á að reisa hana aftur eiga Levítarnir að gera það. Ef einhver óviðkomandi* kemur nálægt henni skal hann tekinn af lífi.+ 52  Allir Ísraelsmenn eiga að tjalda á úthlutuðum stað í búðunum, hver í sinni þriggja ættkvísla deild,*+ hver fylking fyrir sig.* 53  En Levítarnir skulu tjalda umhverfis tjaldbúð vitnisburðarins svo að reiði mín komi ekki yfir söfnuð Ísraelsmanna.+ Og það er ábyrgð Levítanna að sjá um* tjaldbúð vitnisburðarins.“+ 54  Ísraelsmenn gerðu allt sem Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um. Þeir gerðu það í einu og öllu.

Neðanmáls

Orðrétt „eftir herjum þeirra“.
Orðrétt „ókunnugur“, það er, sem ekki er Levíti.
Eða „við sinn fána“.
Orðrétt „eftir herjum sínum“.
Eða „að gæta; að veita þjónustu við“.