Fyrri Samúelsbók 2:1–36

2  Hanna bað og sagði: „Hjarta mitt fagnar yfir Jehóva.Horn* mitt er upphafið af Jehóva.* Munnur minn er opinn til að svara óvinum mínumþví að ég gleðst yfir hjálp þinni.   Enginn er heilagur sem Jehóva,enginn er sem þúog enginn klettur er sem Guð okkar.   Hættið öllu hrokatali,látið ekkert dramb koma úr munni ykkarþví að Jehóva er Guð sem veit alltog hann dæmir verkin af réttlæti.   Bogar kappanna eru brotniren hinir örmagna fá styrk.   Hinir söddu þurfa að strita fyrir brauði sínuen hina hungruðu hungrar ekki framar. Barnlausa konan hefur eignast sjö synien sú sem átti marga syni er orðin ein og yfirgefin.*   Jehóva deyðir og lífgar,*sendir menn í gröfina* og reisir þá upp.   Jehóva gerir menn fátæka og ríka,niðurlægir og upphefur.   Hann reisir vesalinginn úr duftinu,lyftir hinum fátæka úr öskunni.*Hann vísar honum til sætis hjá tignarmönnum,fær honum heiðurssæti. Stoðir jarðar tilheyra Jehóva,á þeim lætur hann frjósamt landið hvíla.   Hann gætir sinna trúföstu við hvert fótmálen hinir vondu þagna í myrkrinuþví að enginn sigrar í eigin mætti. 10  Jehóva kremur þá sem berjast gegn honum,*hann þrumar yfir þeim af himni. Jehóva mun dæma alla jörðina,veita konungi sínum kraftog upphefja horn* síns smurða.“* 11  Eftir þetta fór Elkana heim til sín í Rama en drengurinn varð eftir og þjónaði Jehóva hjá Elí presti. 12  Synir Elí voru illa innrættir. Þeim stóð á sama um Jehóva. 13  Þeir létu sér ekki nægja það sem prestarnir áttu rétt á að fá frá fólkinu. Í hvert skipti sem einhver bar fram sláturfórn kom þjónn prestsins með þrítenntan gaffal í hendinni þegar kjötið var að sjóða 14  og stakk gafflinum ofan í pottinn, fatið, ketilinn eða kerið. Hvað sem kom upp á gafflinum tók presturinn handa sjálfum sér. Þannig fóru þeir með alla Ísraelsmenn sem komu til Síló. 15  Jafnvel áður en fitan hafði verið brennd kom þjónn prestsins og sagði við þann sem færði fórnina: „Gefðu prestinum kjöt til að steikja. Hann vill ekki soðið kjöt heldur hrátt.“ 16  Ef maðurinn svaraði honum: „Fyrst verður að brenna fituna og síðan máttu taka hvað sem þú vilt,“ þá sagði þjónninn: „Nei, láttu mig fá þetta strax! Annars tek ég það með valdi.“ 17  Þannig syndguðu þjónarnir gróflega frammi fyrir Jehóva því að þeir* vanvirtu fórn Jehóva. 18  Þótt drengurinn Samúel væri ungur þjónaði hann frammi fyrir Jehóva, klæddur* línhökli. 19  Móðir hans gerði handa honum litla ermalausa yfirhöfn á hverju ári og gaf honum þegar hún kom með manni sínum til að færa hina árlegu sláturfórn. 20  Elí blessaði Elkana og konu hans og sagði: „Jehóva gefi þér barn með þessari konu í stað sonarins sem var gefinn Jehóva.“ Síðan fóru þau heim. 21  Jehóva minntist Hönnu og hún varð barnshafandi. Hún fæddi þrjá syni til viðbótar og tvær dætur. En drengurinn Samúel óx upp hjá Jehóva. 22  Nú var Elí orðinn mjög gamall. Hann hafði heyrt allt um það hvernig synir hans fóru með alla Ísraelsmenn og að þeir svæfu hjá konunum sem þjónuðu við inngang samfundatjaldsins. 23  Hann spurði þá: „Hvers vegna hegðið þið ykkur svona? Allir tala illa um ykkur. 24  Ekki láta svona, synir mínir. Sögurnar sem eru á kreiki um ykkur meðal þjóðar Jehóva eru ekki fallegar. 25  Ef maður syndgar gegn öðrum manni þá er hægt að biðja til Jehóva fyrir honum* en ef maður syndgar gegn Jehóva, hver getur þá beðið fyrir honum?“ En þeir hlustuðu ekki á föður sinn því að Jehóva hafði ákveðið að þeir skyldu deyja. 26  Samúel stækkaði og öllum þótti sífellt vænna um hann, bæði Jehóva og mönnum. 27  Maður nokkur sem var sendur af Guði kom til Elí og sagði: „Þetta segir Jehóva: ‚Opinberaði ég mig ekki fyrir ættmönnum forföður þíns þegar þeir voru þrælar faraós í Egyptalandi? 28  Hann var valinn úr öllum ættkvíslum Ísraels til að þjóna mér sem prestur og færa sláturfórnir á altari mínu, brenna reykelsi* og bera hökul frammi fyrir mér. Ég gaf ætt forföður þíns allar eldfórnir Ísraelsmanna. 29  Hvers vegna fyrirlítið þið* sláturfórnir mínar og fórnargjafir sem ég hef fyrirskipað í bústað mínum? Hvers vegna tekurðu syni þína fram yfir mig og hvers vegna fitið þið ykkur á bestu bitum fórnanna sem þjóð mín, Ísrael, færir? 30  Þess vegna segir Jehóva Guð Ísraels: „Ég hef vissulega sagt að ætt þín og forföður þíns skuli ganga frammi fyrir augliti mínu um ókomna tíð.“ En nú segir Jehóva: „Það kemur ekki til greina. Ég heiðra þá sem heiðra mig en þeir sem fyrirlíta mig verða einskis metnir.“ 31  Þeir dagar nálgast að ég svipti þig og ætt forföður þíns styrkleikanum* svo að enginn í ætt þinni nái háum aldri. 32  Þegar Ísrael gengur allt í haginn munt þú sjá óvin í bústað mínum, og aldrei framar skal nokkur í ætt þinni verða gamall. 33  En ég mun leyfa einum afkomenda þinna að þjóna við altari mitt. Hans vegna munu augu þín daprast og hann mun valda þér sorg. Flestir af ætt þinni munu þó falla fyrir sverði manna. 34  Það sem kemur fyrir syni þína tvo, Hofní og Pínehas, skal verða þér tákn: Þeir munu báðir deyja sama dag. 35  Eftir það vel ég mér trúan prest. Hann mun gera það sem er mér að skapi* og ég mun veita ætt hans varanlegan prestdóm.* Hann mun þjóna frammi fyrir mínum smurða að eilífu. 36  Allir sem eftir eru af ætt þinni munu koma og lúta honum fyrir peninga og brauðhleif og segja: „Gerðu það að ráða mig í eitt af prestsembættunum svo að ég fái brauðbita að borða.“‘“

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „Jehóva hefur gefið mér styrk“.
Orðrétt „hefur visnað“.
Eða „varðveitir líf“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „af ruslahaugnum“.
Eða „gefa styrk sínum smurða“.
Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „Þeir sem berjast gegn Jehóva verða logandi hræddir“.
Hugsanlega er átt við syni Elí en ekki er útilokað að átt sé við þjónana líka.
Orðrétt „gyrtur“.
Eða hugsanl. „mun Guð leita sátta fyrir hann“.
Eða hugsanl. „láta fórnarreyk stíga upp“.
Eða „traðkið þið á“.
Orðrétt „örmunum“.
Eða „breyta í samræmi við það sem er í hjarta mínu og sál“.
Eða „festa ætt hans í sessi“.