Fyrsta Mósebók 9:1–29

  • Fyrirmæli handa öllu mannkyni (1–7)

    • Lög um blóð (4–6)

  • Regnbogasáttmálinn (8–17)

  • Spádómur um afkomendur Nóa (18–29)

9  Guð blessaði Nóa og syni hans og sagði við þá: „Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.  Öll dýr jarðar og öll fleyg dýr himins, allt sem skríður á jörðinni og allir fiskar hafsins skulu áfram hræðast ykkur og skelfast. Nú eru þau á ykkar valdi.*  Öll dýr sem lifa og hrærast megið þið borða. Ég gef ykkur þau öll, rétt eins og ég gaf ykkur græna gróðurinn.  Aðeins kjöt sem lífið er enn í, það er að segja blóðið, megið þið ekki borða.  Ég mun auk þess draga til ábyrgðar hvern þann sem úthellir blóði ykkar, lífi ykkar. Ég dreg hverja lifandi skepnu til ábyrgðar og ef maður drepur bróður sinn dreg ég hann til ábyrgðar.  Ef einhver úthellir mannsblóði skal blóði hans sjálfs verða úthellt af manni því að Guð gerði manninn eftir sinni mynd.  En þið skuluð vera frjósamir og fjölga ykkur, margfaldast og fylla jörðina.“  Síðan sagði Guð við Nóa og syni hans:  „Ég geri nú sáttmála við ykkur og afkomendur ykkar 10  og allar lifandi skepnur sem komu með ykkur út úr örkinni – fuglana, búféð og öll villtu dýrin – já, öll dýr jarðar. 11  Þetta er sáttmálinn sem ég geri við ykkur: Aldrei aftur mun allt sem lifir farast í vatnsflóði og aldrei aftur mun flóð eyða jörðina.“ 12  Og Guð bætti við: „Þetta er tákn sáttmálans sem ég geri milli mín og ykkar og allra lifandi skepna hjá ykkur um allar ókomnar kynslóðir. 13  Ég set regnboga minn í skýin. Hann skal vera tákn sáttmálans milli mín og jarðarinnar. 14  Þegar ég dreg ský yfir jörðina birtist regnboginn í skýjunum. 15  Þá minnist ég sáttmálans sem ég gerði milli mín og ykkar og allra lifandi skepna. Vatnsflóð skal aldrei aftur eyða öllu lífi. 16  Í hvert skipti sem regnboginn birtist í skýjunum sé ég hann og minnist þá hins eilífa sáttmála milli mín og allra lifandi vera á jörðinni.“ 17  Guð sagði aftur við Nóa: „Þetta er tákn sáttmálans sem ég geri milli mín og allra lifandi vera* á jörðinni.“ 18  Synir Nóa, sem gengu út úr örkinni, voru Sem, Kam og Jafet. Seinna meir eignaðist Kam soninn Kanaan. 19  Þetta voru þrír synir Nóa og allir menn sem byggja jörðina eru komnir af þeim. 20  Nói hófst handa við að yrkja jörðina og plantaði víngarð. 21  Dag einn þegar hann drakk af víninu varð hann ölvaður og lá nakinn í tjaldi sínu. 22  Kam faðir Kanaans sá nekt föður síns og fór út og sagði báðum bræðrum sínum frá. 23  Sem og Jafet tóku þá skikkju, lögðu hana á herðar sér, gengu aftur á bak inn í tjaldið og huldu nekt föður síns. Þeir sáu ekki nekt föður síns þar sem þeir sneru baki í hann. 24  Þegar Nói vaknaði af vímunni komst hann að því hvað yngsti sonur hans hafði gert honum. 25  Hann sagði: „Bölvaður sé Kanaan. Verði hann ómerkilegasti þræll bræðra sinna.“ 26  Og hann hélt áfram: „Lofaður sé Jehóva, Guð Sems.Kanaan verði þræll hans.* 27  Guð gefi Jafet mikið landrýmiog láti hann búa í tjöldum Sems. Kanaan verði einnig þræll hans.“ 28  Nói lifði í 350 ár eftir flóðið. 29  Ævidagar Nóa urðu alls 950 ár. Þá dó hann.

Neðanmáls

Orðrétt „eru þau gefin í ykkar hendur“.
Orðrétt „alls holds“.
Það er, Sems.