Títusarbréfið 3:1–15

  • Viðeigandi undirgefni (1–3)

  • Verum tilbúin til að vinna góð verk (4–8)

  • Forðastu heimskulegar rökræður og sértrúarklofning (9–11)

  • Fyrirmæli og kveðjur (12–15)

3  Minntu þau á að vera undirgefin og hlýðin stjórnvöldum og yfirvöldum, vera tilbúin til að gera það sem er gott,  tala ekki illa um neinn, vera ekki þrætugjörn heldur sanngjörn og vera alltaf mild í viðmóti við alla.  Einu sinni vorum við líka óskynsöm og óhlýðin, á villigötum, þrælar ýmissa langana og nautna, lifðum í illsku og öfund, vorum andstyggileg og hötuðum hvert annað.  En þegar Guð, frelsari okkar, birti mönnunum góðvild sína og kærleika  frelsaði hann okkur, ekki vegna réttlætisverka sem við höfðum unnið heldur vegna miskunnar sinnar. Hann gerði það með hreinsuninni* sem veitti okkur líf og með því að endurnýja okkur með heilögum anda.  Hann úthellti þessum anda ríkulega* yfir okkur fyrir milligöngu Jesú Krists, frelsara okkar,  til að við gætum orðið erfingjar með von um eilíft líf eftir að hafa verið lýst réttlát vegna einstakrar góðvildar hans.  Þessi orð eru áreiðanleg og ég vil að þú haldir áfram að leggja áherslu á þetta þannig að þeir sem hafa tekið trú á Guð einbeiti sér að því að vinna góð verk. Það er gott og gagnlegt fyrir mennina.  En komdu ekki nálægt heimskulegum rökræðum, ættartölum, þrætum og deilum um lögin því að þær eru árangurslausar og til einskis. 10  Ef einhver ýtir undir sértrúarklofning skaltu forðast hann eftir að hafa áminnt hann* tvisvar 11  þar sem þú veist að slíkur maður hefur farið út af réttri braut. Hann syndgar og er sjálfdæmdur. 12  Þegar ég sendi Artemas eða Týkíkus til þín skaltu gera þitt ýtrasta til að koma og hitta mig í Nikópólis en ég hef ákveðið að vera þar í vetur. 13  Sjáðu um að Senas, sem er vel að sér í lögunum, og Apollós hafi það sem þeir þurfa til ferðarinnar og þá skorti ekkert. 14  En sjáðu líka til þess að trúsystkini okkar læri að einbeita sér að góðum verkum til að geta hjálpað í neyð og alltaf borið ávöxt. 15  Allir sem eru með mér senda ykkur kveðjur. Ég bið að heilsa þeim sem eru í trúnni og er annt um okkur. Megi einstök góðvild Guðs vera með ykkur öllum.

Neðanmálsgreinar

Orðrétt „baðinu“.
Eða „örlátlega“.
Eða „varað hann við“.