Lúkas 1:1–80

  • Lúkas ávarpar Þeófílus (1–4)

  • Gabríel boðar fæðingu Jóhannesar skírara (5–25)

  • Gabríel boðar fæðingu Jesú (26–38)

  • María heimsækir Elísabetu (39–45)

  • María vegsamar Jehóva (46–56)

  • Jóhannes fæðist og er nefndur (57–66)

  • Spádómur Sakaría (67–80)

1  Margir hafa tekið sér fyrir hendur að rekja sögu þeirra atburða sem við trúum staðfastlega.  Við fengum hana frá þeim sem voru sjónarvottar að atburðunum allt frá upphafi og boða boðskapinn.  Eftir að hafa athugað allt þetta nákvæmlega frá upphafi ákvað ég því einnig að skrifa samfellda frásögu handa þér, göfugi Þeófílus.  Þannig geturðu fullvissað þig um að það sem þú hefur lært af munni annarra sé áreiðanlegt.  Á dögum Heródesar,* konungs í Júdeu, var uppi prestur að nafni Sakaría en hann var af flokki Abía. Kona hans var af ætt Arons og hét Elísabet.  Þau voru bæði réttlát og lifðu óaðfinnanlega eftir öllum boðorðum og lögum Jehóva* Guðs.  En þau voru barnlaus þar sem Elísabet gat ekki eignast börn og þau voru bæði orðin gömul.  Eitt sinn þegar Sakaría gegndi prestsþjónustu frammi fyrir Guði ásamt flokki sínum  kom röðin að honum, samkvæmt venju prestdómsins, að ganga inn í helgidóm Jehóva* og fórna reykelsi. 10  Allur mannfjöldinn var fyrir utan og baðst fyrir meðan reykelsisfórnin var færð. 11  Engill Jehóva* birtist honum og stóð hægra megin við reykelsisaltarið. 12  Sakaría brá við að sjá hann og varð skelfingu lostinn. 13  En engillinn sagði við hann: „Vertu óhræddur, Sakaría, því að Guð hefur heyrt auðmjúka bæn þína. Elísabet kona þín mun fæða þér son og þú skalt láta hann heita Jóhannes. 14  Þú munt fagna og gleðjast ákaflega og margir munu fagna fæðingu hans 15  því að hann verður mikill í augum Jehóva.* En hann má hvorki drekka vín né nokkurn áfengan drykk. Hann mun fyllast heilögum anda jafnvel fyrir fæðingu* 16  og snúa mörgum sonum Ísraels aftur til Jehóva* Guðs þeirra. 17  Hann mun einnig ganga á undan honum í anda og krafti Elía til að gera hjörtu feðra eins og hjörtu barna* og hjálpa óhlýðnum að breyta viturlega eins og hinir réttlátu. Þannig undirbýr hann fólk svo að það sé tilbúið að þjóna Jehóva.“* 18  Sakaría sagði við engilinn: „Hvernig get ég treyst þessu? Ég er orðinn gamall og konan mín sömuleiðis.“ 19  Engillinn svaraði: „Ég er Gabríel sem stend frammi fyrir Guði og ég var sendur til að tala við þig og flytja þér þessa gleðifrétt. 20  En þú verður mállaus og getur ekki talað fyrr en daginn sem þetta á sér stað því að þú trúðir ekki orðum mínum sem munu rætast á tilsettum tíma.“ 21  Meðan þessu fór fram beið fólkið eftir Sakaría og var hissa hve lengi hann var inni í helgidóminum. 22  Þegar hann kom út gat hann ekki talað og fólkið gerði sér grein fyrir að hann hafði séð yfirnáttúrulega sýn* í helgidóminum. Hann tjáði sig með bendingum en var áfram mállaus. 23  Þegar þjónustudagar* hans voru á enda fór hann heim til sín. 24  Nokkrum dögum síðar varð Elísabet kona hans barnshafandi. Hún hélt sig heima fyrir í fimm mánuði og sagði: 25  „Þetta hefur Jehóva* gert fyrir mig. Hann hefur gefið mér gaum og afmáð skömm mína meðal manna.“ 26  Þegar hún var komin á sjötta mánuð sendi Guð engilinn Gabríel til borgar í Galíleu sem heitir Nasaret, 27  til meyjar sem var trúlofuð manni af ætt Davíðs. Hann hét Jósef og mærin hét María. 28  Engillinn kom inn til hennar og sagði: „Sæl vert þú sem Guð hefur velþóknun á. Jehóva* er með þér.“ 29  Henni brá mjög við orð hans og hún reyndi að átta sig á hvað þessi kveðja merkti. 30  Engillinn sagði þá við hana: „Vertu óhrædd, María, því að Guð hefur velþóknun á þér. 31  Þú skalt verða barnshafandi og fæða son og þú skalt láta hann heita Jesú. 32  Hann verður mikill og verður kallaður sonur hins hæsta, og Jehóva* Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans. 33  Hann mun ríkja sem konungur yfir ætt Jakobs að eilífu og enginn endir verður á ríki hans.“ 34  En María sagði við engilinn: „Hvernig getur þetta gerst fyrst ég hef ekki haft kynmök við mann?“ 35  Engillinn svaraði henni: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta umlykja þig. Þess vegna verður barnið sem fæðist kallað heilagt, sonur Guðs. 36  Elísabet frænka þín, sem sagt var að gæti ekki eignast börn, gengur einnig með son á gamals aldri og er komin á sjötta mánuð 37  því að ekkert sem Guð segir er honum ofviða.“* 38  María sagði þá: „Ég er ambátt Jehóva.* Megi gerast hjá mér eins og þú hefur sagt.“ Þá fór engillinn. 39  Skömmu síðar lagði María af stað og flýtti sér til borgar í fjalllendi Júda. 40  Hún kom inn á heimili Sakaría og heilsaði Elísabetu. 41  Þegar Elísabet heyrði kveðju Maríu sparkaði barnið í kviði hennar og hún fylltist heilögum anda 42  og hrópaði: „Blessuð sértu meðal kvenna og blessaður sé ávöxtur kviðar þíns! 43  Hvað kemur til að mér veitist þessi heiður að móðir Drottins míns kemur til mín? 44  Barnið í kviði mér sparkaði af gleði þegar ég heyrði kveðju þína. 45  Og hamingjusöm ert þú sem trúðir, því að allt sem Jehóva* sagði þér mun rætast að fullu.“ 46  María sagði: „Sál* mín* vegsamar Jehóva* 47  og hjarta mitt fagnar yfir Guði, frelsara mínum, 48  því að hann hefur gefið gaum að ambátt sinni í smæð hennar. Héðan í frá munu allar kynslóðir kalla mig hamingjusama 49  því að mikla hluti hefur hinn máttugi gert fyrir mig, og heilagt er nafn hans. 50  Kynslóð eftir kynslóð sýnir hann miskunn þeim sem óttast hann. 51  Hann hefur unnið máttarverk með armi sínum og tvístrað þeim sem eru hrokafullir í hjarta. 52  Hann hefur steypt valdamönnum af stóli og upphafið lágt setta, 53  hann hefur mettað hungraða með því sem gott er og sent auðmenn tómhenta frá sér. 54  Hann hefur komið Ísrael þjóni sínum til hjálpar og minnst miskunnar sinnar 55  við Abraham og afkomendur hans að eilífu eins og hann sagði forfeðrum okkar.“ 56  María dvaldist hjá henni hér um bil þrjá mánuði en sneri svo aftur heim til sín. 57  Nú kom að því að Elísabet skyldi fæða og hún eignaðist son. 58  Nágrannar hennar og ættingjar fréttu að Jehóva* hefði sýnt henni mikla miskunn og samglöddust henni. 59  Á áttunda degi komu þeir þegar átti að umskera drenginn og þeir vildu láta hann heita í höfuðið á Sakaría föður sínum. 60  En móðir hans svaraði: „Nei, hann á að heita Jóhannes.“ 61  Þeir sögðu við hana: „Enginn ættingi þinn heitir þessu nafni.“ 62  Þeir spurðu síðan föður hans með bendingum hvað hann vildi láta hann heita. 63  Hann bað þá um spjald og skrifaði: „Hann heitir Jóhannes.“ Allir urðu mjög undrandi. 64  Samstundis opnaðist munnur hans og það losnaði um tungu hans og hann fór að tala og lofa Guð. 65  Allir sem bjuggu í nágrenninu fylltust lotningu og fréttirnar af þessu bárust út um allt fjalllendi Júdeu. 66  Allir sem heyrðu þetta veltu þessu fyrir sér og sögðu: „Hvað skyldi verða úr þessu barni?“ því að hönd Jehóva* var sannarlega með drengnum. 67  Sakaría faðir hans fylltist nú heilögum anda, boðaði boðskap frá Guði og sagði: 68  „Lofaður sé Jehóva* Guð Ísraels því að hann hefur gefið gaum að fólki sínu til að veita því frelsun. 69  Hann hefur reist okkur horn frelsunar* af ætt Davíðs þjóns síns 70  eins og hann sagði fyrir tilstilli heilagra spámanna sinna til forna. 71  Hann lofaði að frelsa okkur úr hendi óvina okkar og allra sem hata okkur 72  og sýna miskunn eins og hann lofaði forfeðrum okkar og minnast heilags sáttmála síns, 73  eiðsins sem hann sór Abraham forföður okkar. 74  Eftir að Guð hefur frelsað okkur úr hendi óvina okkar fáum við þann heiður að veita honum heilaga þjónustu óttalaust 75  í hollustu og réttlæti alla daga okkar. 76  En þú, litla barn, verður kallað spámaður hins hæsta því að þú munt ganga á undan Jehóva* til að greiða veg hans 77  og upplýsa fólk hans um að hann frelsi það með því að fyrirgefa syndir þess. 78  Þessu veldur innileg samúð Guðs. Hennar vegna sjáum við ljós af himni eins og þegar sólin rennur upp 79  til að lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og til að leiða fætur okkar eftir vegi friðarins.“ 80  Drengurinn óx að innri styrk og varð kraftmikill maður,* og hann hélt sig í óbyggðunum þangað til hann kom fram á sjónarsviðið í Ísrael.

Neðanmálsgreinar

Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „allt frá móðurkviði“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „snúa hjörtum feðra til barna“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „fengið vitrun“.
Eða „dagar helgiþjónustu; dagar opinberrar þjónustu“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „ekkert er Guði ofviða“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „Allt sem í mér býr“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „máttugan frelsara“. Sjá orðaskýringar, „horn“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „varð sterkur í andanum“.