Kólossubréfið 3:1–25

  • Hinn gamli og hinn nýi maður (1–17)

    • Deyðið jarðneskar tilhneigingar (5)

    • Kærleikurinn, fullkomið einingarband (14)

  • Ráð handa kristnum fjölskyldum (18–25)

3  En fyrst þið voruð reist upp með Kristi sækist þá eftir því sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs.  Einbeitið ykkur að því sem er hið efra en ekki að því sem er á jörðinni  því að þið dóuð, og að vilja Guðs er líf ykkar í höndum Krists.  Þegar Kristur, sem er líf okkar, opinberast verður líka augljóst að þið verðið dýrleg með honum.  Deyðið þess vegna jarðneskar tilhneigingar sem búa í líkama ykkar: kynferðislegt siðleysi,* óhreinleika, taumlausan losta, skaðlegar fýsnir og ágirnd, en hún er það sama og skurðgoðadýrkun.  Þeir sem gera slíkt vekja reiði Guðs.  Þið hegðuðuð ykkur líka þannig meðan þið lifðuð eins og þeir.  En núna verðið þið að segja skilið við allt þetta: bræði, reiði, vonsku, illgirnislegt tal og gróft orðbragð.  Ljúgið ekki hvert að öðru. Afklæðist hinum gamla manni* með verkum hans 10  og íklæðist hinum nýja manni sem endurnýjast með nákvæmri þekkingu og endurspeglar skapara sinn. 11  Þá skiptir engu máli hvort maður er Grikki eða Gyðingur, umskorinn eða óumskorinn, útlendingur, Skýþi,* þræll eða frjáls því að Kristur er allt og í öllum. 12  Þar sem þið eruð Guðs útvöldu, heilög og elskuð börn hans, íklæðist þá innilegri samúð, góðvild, auðmýkt,* hógværð* og þolinmæði. 13  Haldið áfram að umbera hvert annað og fyrirgefa hvert öðru fúslega, jafnvel þegar þið hafið ástæðu til að kvarta undan öðrum. Eins og Jehóva* fyrirgaf ykkur fúslega skuluð þið fyrirgefa öðrum. 14  En íklæðist þar að auki kærleikanum því að hann er fullkomið einingarband. 15  Látið líka frið Krists ráða í hjörtum ykkar því að þið voruð kölluð til þessa friðar sem limir á einum líkama. Verið einnig þakklát. 16  Látið orð Krists búa ríkulega í ykkur með allri sinni visku. Fræðið og uppörvið* hvert annað með sálmum, lofsöngvum til Guðs og andlegum ljóðum sem þið syngið með þakklátum huga. Syngið fyrir Jehóva* af öllu hjarta. 17  Hvað sem þið segið eða gerið, þá gerið allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föðurnum fyrir milligöngu hans. 18  Þið konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og Drottinn ætlast til. 19  Þið menn, elskið eiginkonur ykkar og verið ekki beiskir og reiðir* við þær. 20  Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar í öllu því að það gleður Drottin. 21  Þið feður, reitið ekki börn ykkar til reiði* svo að þau missi ekki kjarkinn.* 22  Þið þrælar, verið hlýðnir jarðneskum húsbændum ykkar í öllu, ekki aðeins til að þóknast mönnum þegar þeir sjá til* heldur af einlægni hjartans og af lotningu fyrir* Jehóva.* 23  Hvað sem þið gerið, þá vinnið af allri sál eins og fyrir Jehóva* en ekki menn 24  því að þið vitið að það er Jehóva* sem gefur ykkur arfleifðina að launum. Þjónið Kristi, Drottni ykkar. 25  Sá sem gerir það sem er rangt fær það vissulega endurgoldið og þar er ekki farið í manngreinarálit.

Neðanmálsgreinar

Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
Eða „persónuleika“.
Orðið „Skýþi“ var notað um ósiðmenntað fólk.
Eða „lítillæti“.
Eða „mildi“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „áminnið“.
Sjá orðaskýringar.
Eða „verið ekki harðir“.
Eða „espið ekki börn ykkar upp“.
Eða „fyllist ekki vonleysi“.
Orðrétt „ekki með augnaþjónustu eins og þeir sem vilja þóknast mönnum“.
Eða „í ótta“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.