Efesusbréfið 6:1–24

  • Ráð til barna og foreldra (1–4)

  • Ráð til þræla og húsbænda (5–9)

  • Alvæpni Guðs (10–20)

  • Kveðjuorð (21–24)

6  Þið börn, hlýðið foreldrum ykkar í samræmi við vilja Drottins* því að það er rétt.  „Heiðraðu föður þinn og móður“ – það er fyrsta boðorðið með loforði –  „til að þér gangi vel og þú verðir langlífur á jörðinni.“  Og þið feður, ergið ekki börnin ykkar heldur alið þau upp með því að aga þau og leiðbeina þeim* eins og Jehóva* vill.  Þið þrælar, verið hlýðnir jarðneskum húsbændum ykkar með virðingu og ótta og í einlægni hjartans, eins og þið hlýðið Kristi.  Gerið það ekki aðeins til að þóknast mönnum þegar þeir sjá til* heldur eins og þjónar Krists sem gera vilja Guðs af allri sál.*  Þjónið þeim fúslega eins og þið væruð að þjóna Jehóva* en ekki mönnum.  Þið vitið að Jehóva* launar hverjum og einum fyrir það góða sem hann gerir, hvort sem hann er þræll eða frjáls maður.  Og þið húsbændur, komið eins fram við þræla ykkar og ógnið þeim ekki því að þið vitið að þið eigið sama Drottin á himnum og þeir, og hann fer ekki í manngreinarálit. 10  Að lokum: Sækið styrk til Drottins því að máttur hans er mikill. 11  Búist alvæpni Guðs til að þið getið staðist slóttugar árásir* Djöfulsins 12  því að baráttan* sem við eigum í er ekki við hold og blóð heldur við stjórnir, yfirvöld, heimsstjórnendur þessa myrkurs og andaverur vonskunnar á himnum. 13  Takið því alvæpni Guðs til að þið getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og staðist eftir að hafa búið ykkur að öllu leyti. 14  Verið þess vegna staðföst, gyrt belti sannleikans um mittið, klædd brynju réttlætisins 15  og skóuð fúsleika til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16  Takið auk þess hinn stóra skjöld trúarinnar sem þið getið slökkt með allar logandi örvar* hins vonda. 17  Takið við hjálmi frelsunarinnar og sverði andans sem er orð Guðs. 18  Haldið jafnframt áfram að biðja hvers kyns bæna og ákalla Guð öllum stundum í krafti andans. Haldið þannig vöku ykkar og biðjið stöðugt og innilega fyrir öllum hinum heilögu. 19  Biðjið líka fyrir mér að mér verði gefin réttu orðin þegar ég tala og ég geti talað óhikað þegar ég kunngeri heilagan leyndardóm fagnaðarboðskaparins 20  en ég er sendiboði* hans í fjötrum mínum. Biðjið þess að ég geti flutt hann óhikað eins og mér ber. 21  Týkíkus, elskaður bróðir og trúr þjónn í Drottni, mun segja ykkur frá mér og hvernig ég hef það. 22  Ég sendi hann til ykkar í þessum tilgangi svo að þið fáið að vita hvernig við höfum það og til að hann hughreysti ykkur. 23  Megi Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur veita bræðrum okkar og systrum frið og kærleika ásamt trú. 24  Megi einstök góðvild Guðs vera með öllum sem bera ósvikinn kærleika til Drottins okkar Jesú Krists.

Neðanmálsgreinar

Orðrétt „í Drottni“.
Eða „leiðrétta þau; móta huga þeirra“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „ekki með augnaþjónustu til að þóknast mönnum“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „ráðabrugg“.
Orðrétt „glíman“.
Eða „öll logandi kastvopn“.
Eða „sendiherra“.