2. Korintubréf 2:1–17

  • Páll vill stuðla að gleði (1–4)

  • Syndara fyrirgefið og hann tekinn aftur inn í söfnuðinn (5–11)

  • Páll í Tróas og Makedóníu (12, 13)

  • Boðunin er sigurganga (14–17)

    • Ekki má gera orð Guðs að söluvöru (17)

2  Ég hef ákveðið að valda ykkur ekki hryggð næst þegar ég kem.  Ef ég hryggi ykkur, hver á þá að uppörva mig? Sá sem ég hryggði?  Ég skrifaði það sem ég skrifaði til að þeir sem ég átti að gleðjast yfir myndu ekki hryggja mig þegar ég kæmi. Ég treysti að það sem gleður mig gleðji ykkur öll líka.  Ég átti mjög erfitt með að skrifa ykkur og gerði það með mörgum tárum og kvöl í hjarta, ekki til að hryggja ykkur heldur til að láta ykkur vita hve innilega ég elska ykkur.  Ef einhver hefur valdið hryggð hefur hann ekki hryggt mig heldur ykkur öll að vissu marki – svo að ég taki ekki of sterkt til orða.  Ögunin sem hann hefur hlotið af flestum ykkar ætti að nægja.  Nú ættuð þið öllu heldur að fyrirgefa honum fúslega og hughreysta hann svo að hann láti ekki bugast af hryggð.*  Þess vegna hvet ég ykkur til að fullvissa hann um að þið elskið hann.  Ég skrifaði ykkur líka til að kanna hvort þið væruð hlýðin í öllu. 10  Ef þið fyrirgefið einhverjum eitthvað geri ég það líka. Hvað sem ég hef fyrirgefið (ef ég hef þurft að fyrirgefa eitthvað) hefur það verið ykkar vegna frammi fyrir Kristi 11  svo að Satan takist ekki að blekkja* okkur enda vitum við hvaða brögðum hann beitir.* 12  Þegar ég kom til Tróas til að boða fagnaðarboðskapinn um Krist og mér opnuðust dyr í starfi Drottins 13  hitti ég ekki Títus bróður minn. Mér var því ekki rótt svo að ég kvaddi lærisveinana þar og fór til Makedóníu. 14  En ég þakka Guði sem leiðir okkur alltaf í sigurgöngu með Kristi og lætur okkur alls staðar breiða út ilm þekkingarinnar um sig. 15  Við sem boðum Krist erum Guði eins og sætur ilmur og hann nær til þeirra sem eiga eftir að bjargast og þeirra sem eiga eftir að farast. 16  Þeim síðarnefndu er hann lykt* af dauða sem leiðir til dauða en þeim fyrrnefndu ilmur af lífi sem leiðir til lífs. Hver er hæfur til að veita slíka þjónustu? 17  Við erum það vegna þess að við gerum ekki orð Guðs að söluvöru* eins og margir gera, heldur tölum við í fyllstu einlægni eins og þeir sem eru sendir af Guði, já, eru frammi fyrir Guði og eru lærisveinar Krists.

Neðanmálsgreinar

Eða „svo að hryggðin heltaki hann ekki“.
Eða „leika á“.
Eða „er okkur ekki ókunnugt um áform hans“.
Eða „ilmur“.
Eða „erum ekki sölumenn orðs Guðs; græðum ekki á orði Guðs“.