1. Þessaloníkubréf 1:1–10

  • Kveðjur (1)

  • Páll þakkar fyrir trú Þessaloníkumanna (2–10)

1  Frá Páli, Silvanusi* og Tímóteusi til safnaðar Þessaloníkumanna sem eru sameinaðir Guði föðurnum og Drottni Jesú Kristi. Megi einstök góðvild Guðs og friður vera með ykkur.  Við þökkum alltaf Guði þegar við nefnum ykkur öll í bænum okkar  því að við gleymum aldrei frammi fyrir Guði okkar og föður hvernig þið unnuð af trú og kærleika og voruð þolgóð vegna vonarinnar á Drottin okkar Jesú Krist.  Guð elskar ykkur, bræður og systur, og við vitum að hann hefur valið ykkur  því að fagnaðarboðskapurinn sem við boðum kom ekki aðeins til ykkar með orðum heldur einnig með krafti, heilögum anda og sterkri sannfæringu. Þið vitið sjálf hvað við gerðum í ykkar þágu meðan við vorum hjá ykkur.  Og þið líktuð eftir okkur og Drottni því að þið tókuð við orðinu með gleði heilags anda þrátt fyrir mikla erfiðleika.  Þannig urðuð þið fyrirmynd allra hinna trúuðu í Makedóníu og Akkeu.  Frá ykkur hefur orð Jehóva* ekki aðeins breiðst út í Makedóníu og Akkeu heldur er trú ykkar á Guð orðin þekkt alls staðar svo að við höfum engu við að bæta.  Fólk segir frá því hvernig við komum til ykkar fyrst, hvernig þið sneruð ykkur til Guðs frá skurðgoðum ykkar til að þjóna lifandi og sönnum Guði 10  og hvernig þið bíðið nú eftir að sonur hans komi frá himnum. Guð reisti hann upp frá dauðum, það er að segja Jesú sem bjargar okkur frá hinni komandi reiði.

Neðanmálsgreinar

Einnig nefndur Sílas.
Sjá orðaskýringar.