Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 20HLUTI

Hvernig starfar hið stjórnandi ráð?

Hvernig starfar hið stjórnandi ráð?

Hið stjórnandi ráð fyrstu aldar

Bréf hins stjórnandi ráðs lesið

Fámennur hópur skipaður postulunum og öldungunum í Jerúsalem myndaði stjórnandi ráð safnaðarins á fyrstu öld. Þeir tóku mikilvægar ákvarðanir sem vörðuðu söfnuð hinna andasmurðu í heild sinni. (Postulasagan 15:2) Þeir komust að sameiginlegri niðurstöðu með því að ræða ábendingar Ritningarinnar og fylgja leiðsögn anda Guðs. (Postulasagan 15:25) Þessari fyrirmynd er fylgt nú á tímum.

Guð notar það til að gera vilja sinn. Hið stjórnandi ráð er skipað andasmurðum bræðrum sem hafa brennandi áhuga á orði Guðs. Þeir búa yfir mikilli reynslu við að skipuleggja starf safnaðarins og fjalla um trúarleg álitamál. Ráðið fundar vikulega til að ræða um þarfir bræðrafélagsins um heim allan. Það lætur í té biblíulegar leiðbeiningar, annaðhvort bréflega eða fyrir milligöngu farand- umsjónarmanna og annarra, eins og gert var á fyrstu öld. Þetta stuðlar að einingu í hugsun og verki meðal þjóna Guðs. (Postulasagan 16:4, 5) Ráðið lætur útbúa andlegu fæðuna, hvetur alla til að boða fagnaðarerindið af kappi og hefur umsjón með útnefningu bræðra til ábyrgðarstarfa.

Ráðið þiggur handleiðslu anda Guðs. Hið stjórnandi ráð leitar leiðsagnar hjá Jehóva, Drottni alheims, og Jesú, höfði safnaðarins. (1. Korintubréf 11:3; Efesusbréfið 5:23) Bræðurnir í ráðinu líta ekki á sig sem leiðtoga þjóna Guðs. Þeir „fylgja lambinu [Jesú] hvert sem það fer“ ásamt öllum öðrum af hópi hinna andasmurðu. (Opinberunarbókin 14:4) Hið stjórnandi ráð er þakklátt fyrir að við biðjum Jehóva að blessa starf þess.

  • Hverjir skipuðu hið stjórnandi ráð á fyrstu öld?

  • Hvernig leitar hið stjórnandi ráð leiðsagnar Guðs?