Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 26HLUTI

Hvernig getum við tekið þátt í viðhaldi ríkissalarins?

Hvernig getum við tekið þátt í viðhaldi ríkissalarins?

Eistland

Simbabve

Mongólía

Púertó Ríkó

Allir ríkissalir Votta Jehóva eru kenndir við heilagt nafn Guðs. Við lítum því svo á að það sé hluti af heilagri tilbeiðslu okkar að taka þátt í að viðhalda húsinu og sjá um að það sé hreint og frambærilegt. Allir geta lagt sitt af mörkum.

Taktu þátt í þrifum eftir samkomur. Ríkissalurinn er ræstur lauslega eftir hverja samkomu. Einu sinni í viku fara fram vandlegri þrif þar sem yfirleitt er fylgt ákveðnum gátlista. Bræður og systur taka fúslega þátt í þrifunum undir umsjón öldungs eða safnaðarþjóns. Þau sópa gólfin, skúra eða ryksuga eftir þörfum, þurrka af, raða stólum, þrífa salerni, þvo glugga og spegla, tæma ruslafötur eða hreinsa til utan húss og snyrta lóðina. Að minnsta kosti einu sinni á ári er tekinn frá dagur til að þrífa húsið rækilega. Börnin hjálpa til eftir föngum og þannig læra þau að virða staðinn þar sem við tilbiðjum Guð. – Prédikarinn 4:17.

Þú getur aðstoðað við nauðsynlegt viðhald. Árlega er ríkissalurinn skoðaður hátt og lágt. Í framhaldi af því er gert við það sem þarf svo að ríkissalurinn sé í góðu ástandi. Þannig má koma í veg fyrir kostnaðarsamar framkvæmdir síðar. (2. Kroníkubók 24:13; 34:10) Sé ríkissalurinn hreinn og honum vel við haldið er hann boðlegur staður til að tilbiðja Guð. Með því að taka þátt í viðhaldi ríkissalarins sýnum við hve vænt okkur þykir um Jehóva og tilbeiðsluhús okkar. (Sálmur 122:1) Þannig gefum við líka samfélaginu góða mynd af söfnuðinum. – 2. Korintubréf 6:3.

  • Af hverju ættum við ekki að vanrækja tilbeiðsluhús okkar?

  • Hvað er gert til að halda ríkissalnum hreinum?