Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 7HLUTI

Hvernig fara samkomurnar fram?

Hvernig fara samkomurnar fram?

Nýja-Sjáland

Japan

Úganda

Litháen

Á samkomum frumkristinna manna var sungið, farið með bænir, lesið upp úr Ritningunni og rætt um efnið. (1. Korintubréf 14:26) Þær voru lausar við alla helgisiði. Í meginatriðum fara samkomur okkar fram með mjög svipuðum hætti.

Fræðslan er gagnleg og byggð á Biblíunni. Um helgar kemur söfnuðurinn saman til að hlusta á biblíutengdan fyrirlestur. Hann er hálftíma langur og fjallað er um hvernig Biblían tengist lífi okkar og nútímanum. Allir eru hvattir til að fylgjast með í sinni eigin biblíu. Að ræðunni lokinni fer fram Varðturnsnám sem tekur klukkustund. Safnaðarmönnum er þá boðið að taka þátt í umræðum um grein í námsútgáfu Varðturnsins. Umræðan er okkur hvatning til að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar. Farið er yfir sama efni í öllum söfnuðum okkar í heiminum en þeir eru yfir 110.000 talsins.

Við fáum leiðsögn til að verða betri kennarar. Við höldum einnig þrískipta samkomu eitt kvöld í viku sem nefnist Líf okkar og boðun. Dagskrá samkomunnar byggist á efni í samnefndri vinnubók sem kemur út mánaðarlega. Í fyrsta hluta samkomunnar, „Fjársjóðir í orði Guðs“, er rætt um nokkra kafla í Biblíunni sem safnaðarmenn hafa lesið fyrir fram. Í þeim næsta, „Leggðu þig fram við að boða trúna“, fylgjumst við með sýnidæmum um hvernig hægt sé tala við aðra um Biblíuna. Leiðbeinandi bendir á hvernig hægt sé að bæta sig í upplestri og ræðumennsku. (1. Tímóteusarbréf 4:13) Í síðasta hlutanum, „Líf okkar í kristinni þjónustu“, er rætt um hvernig við getum heimfært meginreglur Biblíunnar á daglegt líf. Farið er með spurningum og svörum yfir efni sem dýpkar skilning okkar á Biblíunni.

Þegar þú sækir samkomur með okkur tekurðu eflaust eftir að biblíufræðslan, sem þú færð, er í háum gæðaflokki. – Jesaja 54:13.

  • Við hverju máttu búast á samkomum hjá Vottum Jehóva?

  • Hvaða samkomu langar þig til að sækja næst?