Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 8. HLUTI

Af hverju erum við vel til fara á samkomum?

Af hverju erum við vel til fara á samkomum?

Ísland

Mexíkó

Gínea-Bissá

Filippseyjar

Hefurðu tekið eftir að á myndunum í þessum bæklingi eru vottar Jehóva vel til fara þegar þeir sækja safnaðarsamkomur? Hvers vegna gerum við okkur far um að vera snyrtileg í klæðnaði og útliti?

Til að sýna Guði virðingu. Víst er það rétt að Guð horfir ekki aðeins á ytra útlit fólks. (1. Samúelsbók 16:7) Þegar við söfnumst saman til að tilbiðja hann langar okkur samt sem áður til að sýna honum og trúsystkinum okkar virðingu. Ef við gengjum fyrir dómara í réttarsal myndum við líklega sýna að við virðum embætti hans með því að vera vel til fara. Á sama hátt sýnum við með klæðaburði okkar að við virðum ,dómara allrar jarðarinnar‘, Jehóva Guð, og staðinn þar sem við tilbiðjum hann. – 1. Mósebók 18:25.

Til að endurspegla þau gildi sem við lifum eftir. Í Biblíunni er kristið fólk hvatt til að vera látlaust í klæðaburði eins og sómir þeim sem vilja dýrka Guð. (1. Tímóteusarbréf 2:9, 10) Að vera látlaus í klæðaburði merkir að draga ekki athygli að sér með áberandi, ögrandi eða efnislitlum fatnaði. Við veljum okkur smekkleg föt en erum hvorki drusluleg né öfgakennd í útliti. Leiðbeiningar Biblíunnar gefa okkur engu að síður mikið svigrúm til að klæða okkur eftir eigin smekk. Við getum ,prýtt kenningu frelsara okkar‘ og ,vegsamað Guð‘ orðalaust með því að vera vel til fara. (Títusarbréfið 2:10; 1. Pétursbréf 2:12) Með því að vera spariklædd á samkomum höfum við áhrif á það hvernig aðrir líta á tilbeiðsluna á Jehóva.

Vertu óhræddur að sækja samkomur í ríkissalnum þó að þú eigir ekki spariföt. Fötin þurfa ekki að vera dýr eða flott til að vera hrein, sómasamleg og við hæfi.

  • Hvaða máli skiptir klæðnaður okkar þegar við sækjum samkomur?

  • Hvaða meginreglur getum við haft að leiðarljósi varðandi klæðnað og útlit?