Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 13HLUTI

Hvað er brautryðjandi?

Hvað er brautryðjandi?

Kanada

Gengið í hús

Biblíunámskeið

Sjálfsnám

Orðið „brautryðjandi“ er oft notað um þá sem kanna ný svæði og ryðja brautina fyrir aðra. Jesús var eins konar brautryðjandi því að hann var sendur til jarðar til að veita fólki líf með þjónustu sinni og opna leiðina til hjálpræðis. (Matteus 20:28) Fylgjendur hans nú á dögum líkja eftir honum með því að nota eins mikinn tíma og þeir geta til að ,gera fólk að lærisveinum‘. (Matteus 28:19, 20) Sumir hafa getað gerst brautryðjendur eins og við köllum það.

Brautryðjandi notar mikinn tíma til að boða fagnaðarerindið. Allir vottar Jehóva boða trúna. Sumir hafa hins vegar hagrætt málum sínum þannig að þeir geti verið brautryðjendur og nota þá 70 klukkustundir á mánuði til að boða fagnaðarerindið. Margir þeirra vinna hlutastörf til að geta gert það. Öðrum hefur verið boðið að starfa sem sérbrautryðjendur á svæðum þar sem vantar fleiri boðbera. Þeir nota 130 stundir eða meira á mánuði til boðunarstarfsins. Brautryðjendur eru nægjusamir og treysta að Jehóva sjái þeim fyrir nauðsynjum. (Matteus 6:31-33; 1. Tímóteusarbréf 6:6-8) Þeir sem eru ekki í aðstöðu til að vera brautryðjendur að staðaldri geta verið aðstoðarbrautryðjendur eftir því sem þeir hafa tök á, og auka þá starf sitt upp í 30 eða 50 stundir á mánuði.

Brautryðjandi er knúinn af kærleika til Guðs og náungans. Líkt og Jesús sjáum við að margir eru illa á vegi staddir í trúarlegum efnum og þurfa að kynnast Guði og vilja hans. (Markús 6:34) Við búum yfir þekkingu sem getur hjálpað þessu fólki hér og nú og veitt því trausta framtíðarvon. Brautryðjandi gefur fúslega af tíma sínum og kröftum til að kynna fagnaðarerindið fyrir fólki. Það er náungakærleikurinn sem knýr hann til verka. (Matteus 22:39; 1. Þessaloníkubréf 2:8) Þetta starf styrkir trú hans og tengsl við Guð og veitir honum mikla ánægju. – Postulasagan 20:35.

  • Hvað er brautryðjandi?

  • Hvað fær fólk til að gerast brautryðjendur?