Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hver er vilji Guðs?

Hver er vilji Guðs?

Guð vill að við lifum að eilífu í friði og hamingju í paradís á jörð.

Þér er kannski spurn hvort það geti nokkurn tíma orðið að veruleika. Í Biblíunni segir að ríki Guðs komi þessu til leiðar. Það er vilji hans að allir fræðist um þetta ríki og fyrirætlun hans með mennina. – Sálmur 37:11, 29; Jesaja 9:6.

Guð vill að við njótum góðs af kennslu hans.

Góður faðir vill börnum sínum allt það besta. Faðir okkar á himnum óskar þess einnig að við lifum hamingjusöm að eilífu. (Jesaja 48:17, 18) Hann hefur lofað að ,sá sem geri Guðs vilja vari að eilífu‘. – 1. Jóhannesarbréf 2:17.

Guð vill að við göngum leiðina sem hann bendir á.

Í Biblíunni segir að skaparinn vilji ,vísa okkur vegu sína‘ til að við getum „gengið brautir hans“. (Jesaja 2:2, 3) Hann hefur kallað saman ,lýð sem ber nafn hans‘ og skipulagt hann til að boða vilja sinn um allan heim. – Postulasagan 15:14.

Guð vill að við séum sameinuð í tilbeiðslu á honum.

Sönn tilbeiðsla á Jehóva sundrar ekki heldur sameinar. Hún kennir fólki að elska hvert annað. (Jóhannes 13:35) Hverjir kenna körlum og konum um heim allan að þjóna Guði í sameiningu? Við hvetjum þig til að kynna þér málið með hjálp þessa rits.