Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 21HLUTI

Hvað er Betel?

Hvað er Betel?

Listadeildin í Bandaríkjunum

Þýskaland

Kenía

Kólumbía

Betel er hebreskt nafn sem merkir „Guðs hús“. (1. Mósebók 28:17, 19) Það er viðeigandi heiti á húsnæði sem Vottar Jehóva nota víða um lönd til að styðja við boðunarstarfið og hafa umsjón með því. Hið stjórnandi ráð starfar við aðalstöðvarnar sem eru í New York-ríki í Bandaríkjunum og hefur yfirumsjón með starfsemi deildarskrifstofa í fjölda landa. Þeir sem starfa á þessum stöðum eru kallaðir Betelfjölskyldan. Þeir búa og vinna saman, borða saman og stunda sameiginlegt biblíunám, rétt eins og fjölskylda. – Sálmur 133:1.

Allir í Betelfjölskyldunni vinna fórnfúst starf. Á öllum Betelheimilum starfa kristnir karlar og konur sem hafa helgað sig því að gera vilja Guðs og þjóna í þágu Guðsríkis í fullu starfi. (Matteus 6:33) Enginn þiggur laun fyrir vinnu sína en hins vegar er þeim séð fyrir fæði og húsnæði ásamt smávægilegum fjárstyrk. Allir á Betel hafa fengið ákveðið verkefni, hvort heldur það er á skrifstofu, í eldhúsi, matsal eða þvottahúsi. Sumir vinna í prentsmiðju eða bókbandi en aðrir sjá um ræstingar, viðhald eða annað.

Staður þar sem fólk er önnum kafið að styðja boðunarstarfið. Aðalmarkmið allra Betelheimila er að koma sannleika Biblíunnar á framfæri við sem flesta. Þessi bæklingur er lýsandi dæmi um það. Hann var skrifaður undir umsjón hins stjórnandi ráðs, sendur í rafrænu formi til hundraða þýðingarteyma um allan heim, prentaður með afkastamiklum vélum í prentsmiðjum við mörg Betelheimili og síðan sendur til meira en 110.000 safnaða. Á öllum stigum verksins styðja Betelfjölskyldur dyggilega við allra mikilvægasta verkefnið – sem er það að boða fagnaðarerindið. – Markús 13:10.

  • Hverjir starfa á Betel og hvernig er búið að þeim?

  • Hvaða mikilvæga starf styðja Betelfjölskyldur á hverjum stað?