Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 6HLUTI

Hvernig er það okkur til góðs að eiga félagsskap við trúsystkini?

Hvernig er það okkur til góðs að eiga félagsskap við trúsystkini?

Madagaskar

Noregur

Líbanon

Ítalía

Við sækjum reglulega samkomur jafnvel þó að við þurfum að fara yfir fjöll og firnindi eða bjóða veðrinu birginn. Af hverju leggja vottar Jehóva svona mikið á sig til að eiga félagsskap við trúsystkini þótt ýmsar hindranir séu í veginum og þeir séu þreyttir eftir langan vinnudag?

Það stuðlar að velferð okkar. „Gefum gætur hvert að öðru,“ skrifaði Páll og var þá með samskipti okkar við aðra í söfnuðinum í huga. (Hebreabréfið 10:24) Með þessu er átt við að við eigum að gera okkur far um að kynnast hvert öðru vel. Páll er því að hvetja til þess að við látum okkur annt um aðra. Þegar við kynnumst öðrum fjölskyldum í söfnuðinum uppgötvum við að sumar þeirra hafa sigrast á svipuðum erfiðleikum og við eigum í. Það getur hjálpað okkur að takast á við vandann.

Við byggjum upp sterk vináttubönd. Þeir sem við hittum á samkomum eru ekki bara kunningjar okkar heldur nánir vinir. Við gerum okkur líka far um að hittast til að njóta heilnæmrar afþreyingar. Hvaða áhrif hefur það að umgangast trúsystkini með þessum hætti? Við fáum meiri mætur hvert á öðru og það styrkir kærleiksböndin. Þegar trúsystkini okkar eiga í erfiðleikum erum við meira en fús til að hjálpa þeim vegna þess að við erum orðin nánir vinir. (Orðskviðirnir 17:17) Með því að umgangast alla í söfnuðinum sýnum við að við ,berum sameiginlega umhyggju hvert fyrir öðru‘. – 1. Korintubréf 12:25, 26.

Við hvetjum þig til að velja þér að vinum þá sem gera vilja Guðs. Þú getur eignast slíka vini meðal votta Jehóva. Láttu ekkert aftra þér frá að eiga félagsskap við okkur.

  • Af hverju er það að okkur til góðs að sækja safnaðarsamkomur?

  • Við hvaða tækifæri myndi þig langa til að kynnast söfnuðinum?