Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 22HLUTI

Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?

Hvaða starfsemi fer fram á deildarskrifstofum?

Salómonseyjar

Kanada

Suður-Afríka

Bræður og systur í Betelfjölskyldunni starfa við mismunandi deildir sem styðja við boðunarstarfið í einu landi eða fleirum. Sumir starfa við þýðingar, prentun tímarita, bókband, hljóð- og myndvinnslu eða við dreifingarmiðstöðvar og annað sem viðkemur umsjónarsvæði skrifstofunnar.

Deildarnefnd hefur umsjón með starfseminni. Hið stjórnandi ráð leggur starfsemi hverrar deildarskrifstofu í hendur deildarnefndar sem er skipuð þrem eða fleiri reyndum öldungum. Nefndin upplýsir hið stjórnandi ráð um framgang starfseminnar í hverju landi sem er undir umsjón hennar og um þau vandamál sem upp kunna að koma. Það auðveldar hinu stjórnandi ráði að ákveða um hvað eigi að fjalla í væntanlegum ritum og á samkomum og mótum. Fulltrúar hins stjórnandi ráðs heimsækja deildarskrifstofurnar með reglulegu millibili og leiðbeina deildarnefndum við starf þeirra. (Orðskviðirnir 11:14) Einnig er haldin samkoma þar sem fulltrúi hins stjórnandi ráðs flytur ræðu til að hvetja og uppörva þá sem búa á umsjónarsvæði skrifstofunnar.

Þær veita söfnuðunum stuðning. Ákveðnir bræður á deildarskrifstofunum staðfesta stofnun nýrra safnaða. Bræðurnir stýra einnig starfi brautryðjenda, trúboða og farandhirða á umsjónarsvæði skrifstofunnar. Þeir skipuleggja mót, leggja drög að byggingu nýrra ríkissala og sjá um að rit séu send til safnaðanna eftir þörfum. Allt sem fram fer á deildarskrifstofunum hefur það markmið að boðunarstarfið gangi skipulega fyrir sig. – 1. Korintubréf 14:33, 40.

  • Hvernig starfa deildarnefndir með hinu stjórnandi ráði?

  • Hvaða ábyrgðarstörf eru unnin á deildarskrifstofum?