Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Til vinstri: Hjálpargögn send frá Sviss til trúsystkina okkar í Þýskalandi árið 1946. Til hægri: Ríkissalur endurbyggður í Japan eftir hamfaraflóðbylgju árið 2011.

 6. HLUTI

Stuðningur okkar við ríki Guðs – að byggja samkomuhús og veita neyðaraðstoð

Stuðningur okkar við ríki Guðs – að byggja samkomuhús og veita neyðaraðstoð

 ÞÚ GENGUR inn í ríkissalinn en hann er næstum óþekkjanlegur. Þú hefur alltaf verið stoltur af þessu húsi. Þú átt kannski góðar minningar frá þeim tíma þegar þú lagðir hönd á plóginn við að byggja það fyrir mörgum árum. En þú ert enn stoltari núna því að það er búið að breyta ríkissalnum tímabundið í miðstöð fyrir neyðaraðstoð. Mikið óveður er nýgengið yfir með tilheyrandi flóðum, og deildarnefndin gerði tafarlaust ráðstafanir til að sjá þeim sem urðu illa úti af völdum hamfaranna fyrir mat, fatnaði, drykkjarvatni og öðrum nauðsynjum. Hjálpargögnunum, sem fólk hefur gefið, er snyrtilega komið fyrir. Bræður og systur standa í röð til að fá það sem þau vantar, og þú sérð marga þurrka gleðitárin af augum sér.

Jesús sagði að fylgjendur sínir myndu öðru fremur þekkjast á því að þeir elskuðu hver annan. (Jóh. 13:34, 35) Í þessum hluta könnum við hvernig kristinn kærleikur birtist í byggingarframkvæmdum og hjálparstarfi sem Vottar Jehóva standa fyrir. Þessi kærleikur er skýrt merki þess að við störfum undir stjórn ríkisins sem Jesús er konungur yfir.

Í ÞESSUM HLUTA

18. KAFLI

Hvernig er starfsemi Guðsríkis fjármögnuð?

Hvernig berst féð og hvernig er það notað?

19. KAFLI

Byggingarstörf sem eru Jehóva til heiðurs

Ríkissalir og mótshallir eru Guði til heiðurs en það er annað sem er enn verðmætara í augum hans.

20. KAFLI

Hjálparstarf sem er Jehóva til heiðurs

Hvernig vitum við að hjálparstarf er þáttur í heilagri þjónustu okkar við Jehóva?