Hoppa beint í efnið

Hvað er ríki Guðs?

Hvað er ríki Guðs?

Heldurðu að það sé ...

 • eitthvað innra með okkur?

 • myndmál?

 • stjórn á himnum?

 HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

,Guð himnanna mun magna upp ríki sem aldrei mun hrynja.‘ – Daníel 2:44, Biblían 2010.

„Sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla.“ – Jesaja 9:5.

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?

 • Að búa við réttláta stjórn sem getur gert þér gott. – Jesaja 48:17, 18.

 • Von um fullkomna heilsu og hamingju í nýjum heimi framtíðar. – Opinberunarbókin 21:3, 4.

 ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?

Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti tvær:

 • Jesús sýndi hverju ríki Guðs kemur til leiðar. Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um að ríki Guðs kæmi og að vilji hans yrði gerður á jörðinni. (Matteus 6:9, 10) Hann lýsti líka hvernig bæninni yrði svarað.

  Þegar Jesús var á jörðinni gaf hann svöngum að borða, læknaði sjúka og gaf látnum lífið á ný. (Matteus 15:29–38; Jóhannes 11:38–44) Jesús er tilvonandi stjórnandi ríkis Guðs og gaf mönnunum forsmekk af því sem hann gerir fyrir þegna sína í framtíðinni. – Opinberunarbókin 11:15.

 • Ástandið í heiminum ber því vitni að ríki Guðs komi bráðlega. Jesús spáði að rétt áður en ríki Guðs kæmi á friði á jörð myndu stríð, hungursneyðir og jarðskjálftar þjaka mannkynið. – Matteus 24:3, 7.

  Þetta ástand blasir við okkur núna. Við getum því verið viss um að ríki Guðs bindi enda á alla slíka erfiðleika innan skamms.

 TIL UMHUGSUNAR

Hvernig verður lífið þegar ríki Guðs stjórnar?

Svar Biblíunnar er að finna í SÁLMI 37:29 og JESAJA 65:21–23.