ÞJÁLFUNARLIÐUR 4
Biblíuvers vel kynnt
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
-
Íhugaðu hvers vegna þú lest þetta biblíuvers. Kynntu hvert biblíuvers þannig að athygli áheyrenda beinist að því atriði sem þú villt leggja áherslu á í versinu.
-
Vísaðu í Biblíuna sem áreiðanlega heimild. Þegar þú talar við fólk sem trúir á Guð skaltu beina athygli þess að Biblíunni, orði Guðs, til að sýna að hún er uppspretta viskunnar.
-
Vektu áhuga á biblíuversinu. Þú getur borið fram spurningu sem er svarað í versinu, bent á vandamál sem ráðin í versinu hjálpa til við að leysa eða nefnt meginreglu sem kemur fram í versinu.