Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 2

Samtalsform

Samtalsform

2. Korintubréf 2:17

YFIRLIT: Talaðu á eðlilegan og einlægan hátt sem endurspeglar viðhorf þitt til umræðuefnisins og áheyrenda þinna.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Undirbúðu þig vandlega og í bæn. Biddu Jehóva um hjálp til að einbeita þér að því sem þú ætlar að segja en ekki sjálfum þér. Hafðu meginatriðin sem þú ætlar að benda á skýrt í huga. Settu efnið fram með eigin orðum í stað þess að lesa upp orð fyrir orð.

  • Talaðu frá hjartanu. Veltu fyrir þér hvers vegna áheyrendur þínir þurfa að heyra boðskapinn. Einbeittu þér að áheyrendum. Þá mun líkamsstaða, látbragð og svipbrigði endurspegla einlægni og hlýju.

  • Horfðu á áheyrendur. Hafðu augnasamband ef það þykir viðeigandi. Horfðu á einn áheyranda í einu þegar þú flytur ræðu, í stað þess að horfa eða skima yfir allan hópinn.