Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 10

Raddbrigði

Raddbrigði

Orðskviðirnir 8:4, 7

YFIRLIT: Notaðu breytilegan raddstyrk, tónhæð og hraða til að koma hugmyndum skýrt til skila og hreyfa við tilfinningum fólks.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Notaðu breytilegan raddstyrk. Hækkaðu röddina til að leggja áherslu á aðalatriði og til að hvetja áheyrendur þína. Sama á við þegar þú lest dómsboðskap í Biblíunni. Lækkaðu röddina til að byggja upp eftirvæntingu og til að túlka ótta eða kvíða.

  • Notaðu mismunandi tónhæð. Hækkaðu tóninn ef það er viðeigandi á þínu málsvæði til að láta í ljós ákafa og til að lýsa stærð og fjarlægð. Lækkaðu tóninn til að tjá sorg eða ótta.

  • Notaðu breytilegan hraða. Talaðu hraðar til að sýna ákafa. Talaðu hægar þegar þú nefnir mikilvæg atriði.