Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 5. KAFLI

Samúel vildi gera það sem var rétt

Samúel vildi gera það sem var rétt

Samúel bjó og vann í tjaldbúðinni þangað sem fólk fór til að tilbiðja Jehóva. En hvers vegna bjó Samúel í tjaldbúðinni allt frá unga aldri? Áður en við skoðum það skulum við kynnast móður Samúels. Hún hét Hanna.

Hönnu langaði mikið til að eignast barn en hún gat það ekki. Í bæn til Jehóva bað hún ákaft um hjálp. Hún lofaði Jehóva að ef hún eignaðist son myndi hann búa og vinna í tjaldbúðinni. Jehóva svaraði bæn hennar og hún eignaðist son. Hún gaf honum nafnið Samúel. Og þegar Samúel var þriggja eða fjögurra ára fór Hanna með hann í tjaldbúðina þar sem hann átti að þjóna Guði, alveg eins og hún hafði lofað.

Æðsti presturinn í tjaldbúðinni hét Elí. Synir hans tveir voru líka prestar og unnu með honum í tjaldbúðinni. Mundu að tjaldbúðin var samkomuhúsið þar sem Jehóva Guð var tilbeðinn og þess vegna á fólk að hegða sér vel þar. En synir Elí gerðu margt sem var illt. Samúel sá hvað þeir gerðu. Byrjaði Samúel að hegða sér illa eins og synir Elí? – Nei, hann hélt áfram að gera það sem var rétt alveg eins og foreldrar hans höfðu kennt honum.

Hvað finnst þér að Elí hefði átt að gera við syni sína? – Hann hefði átt að ávíta þá og banna þeim að vinna áfram í húsi Guðs. En Elí gerði það samt ekki. Þess vegna var Jehóva reiður við hann og báða syni hans og ákvað að refsa þeim.

Samúel sagði Elí frá því sem Jehóva ætlaði að gera.

Nótt eina vaknaði Samúel upp við að einhver kallaði á hann. Hann hljóp til Elí en Elí sagði: ,Ég kallaði ekki á þig.‘ Eftir að þetta hafði gerst þrisvar sinnum sagði Elí við Samúel að ef hann heyrði kallað á sig einu sinni enn ætti hann að segja: ,Tala þú, Jehóva, ég hlusta.‘ Samúel gerði það. Jehóva sagði þá við hann: ,Segðu Elí að ég ætla að refsa fjölskyldu hans fyrir allt það illa sem hún hefur gert.‘ Heldurðu að það hafi verið auðvelt fyrir Samúel að segja Elí frá því  sem Jehóva ætlaði að gera? – Nei, það var ekki auðvelt. Samúel var hræddur en hann gerði samt það sem Jehóva sagði honum að gera. Og orð Jehóva rættust þegar synir Elí féllu í bardaga og Elí dó stuttu síðar.

Samúel er okkur góð fyrirmynd. Hann gerði það sem var rétt jafnvel þótt hann sæi annað fólk hegða sér illa. Hvað um þig? Ætlar þú að vera eins og Samúel og gera alltaf það sem er rétt? Ef þú gerir það verður Jehóva glaður og foreldrar þínir líka.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI

  • 1. Samúelsbók 2:22-26; 3:1-21