Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 4. KAFLI

Hún gladdi bæði föður sinn og Jehóva

Hún gladdi bæði föður sinn og Jehóva

Hvaða loforð er Jefta að gefa Jehóva?

Dóttir Jefta hélt loforð föður síns þótt það væri ekki auðvelt.

Sérðu stelpuna á myndinni? – Hún er dóttir manns sem heitir Jefta. Það stendur ekki í Biblíunni hvað stelpan heitir en við vitum samt að hún gladdi bæði föður sinn og Jehóva. Við skulum lesa um hana og um Jefta, föður hennar.

Jefta var góður maður og notaði hvert tækifæri til að kenna dóttur sinni að elska Jehóva. Hann var líka sterkur maður og góður leiðtogi. Ísraelsmenn báðu hann því að hjálpa sér að berjast við óvinina.

Jefta bað Jehóva um hjálp til að sigra óvinina og lofaði í staðinn að gefa honum þann fyrsta sem hann hitti þegar hann kæmi aftur heim. Það þýddi að sá sem hann hitti fyrst myndi búa og vinna í tjaldbúðinni það sem eftir væri ævinnar.  Tjaldbúðin var staður þangað sem Ísraelsmenn fóru til að tilbiðja Guð. Jehóva svaraði bæn Jefta og hann sigraði óvinina! Hver var sá fyrsti sem tók á móti Jefta þegar hann kom aftur heim? –

Það var dóttir hans. Hún var eina barnið hans og nú þurfti hann að senda hana að heiman. Jefta var mjög leiður út af þessu. En mundu að hann var búinn að gefa Jehóva loforð. Dóttir hans sagði þá við hann: ,Pabbi, þú gafst Jehóva loforð svo að þú verður að standa við það.‘

Á hverju ári fékk dóttir Jefta heimsókn frá vinkonum sínum.

Dóttir Jefta var samt líka leið. Ef hún ætti að búa og vinna í tjaldbúðinni gæti hún hvorki gifst né eignast börn. En hún vildi halda loforð föður síns og gleðja Jehóva meira en nokkuð annað. Það skipti hana meira máli en að giftast eða eignast börn. Hún fór því að heiman og bjó í tjaldbúðinni það sem eftir var ævinnar.

Heldurðu að það sem hún gerði hafi glatt föður hennar og Jehóva? – Já, svo sannarlega. Ef þú ert hlýðinn og elskar Jehóva, eins og dóttir Jefta gerði, getur þú líka glatt foreldra þína og Jehóva.

LESTU Í BIBLÍUNNI ÞINNI