Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 11. KAFLI

Þeir skrifuðu um Jesú

Þeir skrifuðu um Jesú

Hvaða menn eru þetta myndinni? – Þeir heita Matteus, Markús, Lúkas, Jóhannes, Pétur, Jakob, Júdas og Páll. Allir þessir menn voru uppi á sama tíma og Jesús og skrifuðu um hann. Við skulum kynnast þeim betur.

Hvaða menn eru þetta?

Þrír þeirra voru postular sem prédikuðu með Jesú. Veistu hvað þeir hétu? – Matteus, Jóhannes og Pétur. Postularnir Matteus og Jóhannes þekktu Jesú mjög vel og skrifuðu báðir bók í Biblíuna um ævi hans. Jóhannes  postuli skrifaði líka aðra bók sem heitir Opinberunarbókin og þrjú bréf, fyrsta Jóhannesarbréf, annað Jóhannesarbréf og þriðja Jóhannesarbréf. Pétur postuli skrifaði tvö bréf í Biblíuna, fyrra Pétursbréf og síðara Pétursbréf. Í síðara bréfinu skrifaði Pétur um það þegar Jehóva talaði frá himni og sagði um Jesú: ,Þetta er sonur minn. Ég elska hann og ég er stoltur af honum.‘

Hinir mennirnir á myndinni segja okkur líka frá Jesú í bókunum sem þeir skrifuðu. Einn þeirra hét Markús. Hugsanlega var hann viðstaddur þegar Jesús var handtekinn og sá allt sem átti sér stað. Enn annar hét Lúkas. Hann var læknir og varð líklega lærisveinn Jesú eftir að Jesús dó.

Á myndinni sérðu líka tvo biblíuritara sem voru yngri bræður Jesú. Veistu hvað þeir hétu? – Þeir hétu Jakob og Júdas. Til að byrja með trúðu þeir ekki á Jesú. Þeir héldu meira að segja að hann væri eitthvað ruglaður. En seinna trúðu þeir á Jesú og gerðust lærisveinar hans.

Síðasti biblíuritarinn, sem þú sérð á myndinni, er Páll. Áður en hann gerðist lærisveinn Jesú hét hann Sál. Hann hataði þá sem trúðu á Jesú og var mjög vondur við þá. En veistu af hverju Páll vildi síðar verða lærisveinn Jesú? – Dag einn þegar Páll var á leiðinni til Damaskus heyrði hann einhvern kalla á sig frá himni. Það var Jesús! Hann spurði Pál: ,Af hverju ertu svona vondur við þá sem trúa á mig?‘ Eftir það breyttist Páll og varð lærisveinn Jesú. Páll skrifaði 14 bækur í Biblíuna, það er að segja öll bréfin frá Rómverjabréfinu til Hebreabréfsins.

Við lesum í Biblíunni á hverjum degi, er það ekki? – Þegar við lesum í Biblíunni lærum við margt um Jesú. Langar þig til að læra meira um Jesú? –