Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 7. HLUTI

Hver var Jesús?

Hver var Jesús?

Jehóva sendi Jesú til jarðar. 1. Jóhannesarbréf 4:9

Ef við viljum þóknast Jehóva verðum við líka að hlusta á aðra mikilvæga persónu. Löngu áður en Jehóva myndaði Adam skapaði hann volduga andaveru á himnum.

Á ákveðnum tíma sendi Jehóva þennan andason til jarðar. Hann átti að fæðast í Betlehem af mey sem hét María. Barnið fékk nafnið Jesús. – Jóhannes 6:38.

Jesús hafði sams konar eiginleika og Guð. Hann var hlýlegur, kærleiksríkur og það var auðvelt að nálgast hann. Hann var hugrakkur þegar hann kenndi öðrum sannleikann um Jehóva.

 Jesús gerði það sem var gott en var samt hataður. 1. Pétursbréf 2:21-24

Trúarleiðtogarnir hötuðu Jesú af því að hann fletti ofan af fölskum kenningum þeirra og vondum verkum.

Jesús læknaði einnig sjúka og reisti dána upp til lífs.

Trúarleiðtogarnir fengu Rómverja til að berja Jesú og taka hann af lífi.