Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 9. HLUTI

Hvenær verður jörðin paradís?

Hvenær verður jörðin paradís?

Ástandið í heiminum sannar að Guðsríki tekur bráðum í taumana. Lúkas 21:10, 11; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5

Í Biblíunni er sagt fyrir um margt sem er að gerast núna. Þar er sagt frá því að menn myndu verða grimmir, óhlýðnir foreldrum sínum og elska peninga og skemmtanir.

Það yrðu miklir jarðskjálftar, stríð, hungur og farsóttir. Allt þetta er að gerast núna.

Jesús sagði líka að fagnaðarerindið um ríki Guðs yrði boðað um allan heim. – Matteus 24:14.

 Guðsríki mun fjarlægja alla illsku. 2. Pétursbréf 3:13

Jehóva mun bráðlega eyða öllum vondum mönnum.

Satan og illu öndunum verður refsað.

Þeir sem hlusta á Guð fá að lifa í nýjum og réttlátum heimi. Þar verður engin ástæða til að óttast því að traust og kærleikur mun ríkja milli manna.