Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 8. HLUTI

Hvað þýðir það fyrir okkur að Jesús dó?

Hvað þýðir það fyrir okkur að Jesús dó?

Jesús dó svo að við gætum lifað. Jóhannes 3:16

Nokkrar konur komu að gröf Jesú þrem dögum eftir að hann dó. Gröfin var þá tóm. Jehóva var búinn að reisa hann upp frá dauðum.

Seinna birtist Jesús postulum sínum.

Jehóva hafði reist Jesú upp sem volduga og ódauðlega andaveru. Lærisveinar hans sáu hann fara til himna.

 Guð reisti Jesú upp frá dauðum og gerði hann að konungi Guðsríkis. Daníel 7:13, 14

Jesús gaf líf sitt til að leysa mannkynið undan dauðanum. (Matteus 20:28) Þannig gerir Guð það mögulegt fyrir okkur að lifa að eilífu.

Jehóva ákvað að Jesús yrði konungur og myndi ríkja yfir jörðinni. Með honum verða 144.000 trúfastir menn og konur sem eru reist upp til lífs á himnum. Saman mynda þau réttláta stjórn á himnum. Hún er kölluð ríki Guðs. – Opinberunarbókin 14:1-3.

Guðsríki mun breyta jörðinni í paradís. Glæpir, stríð, fátækt og hungur verða ekki lengur til. Fólk verður ánægt og hamingjusamt. – Sálmur 145:16.