Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 14. HLUTI

Hvernig geturðu verið Jehóva trúr?

Hvernig geturðu verið Jehóva trúr?

Vertu ákveðinn í að gera vilja Guðs. 1. Pétursbréf 5:6-9

Forðastu siði og venjur sem stangast á við Biblíuna. Það þarf hugrekki til að gera það.

Blandaðu þér ekki í stjórnmál. Þeir sem gera það styðja ekki Jehóva Guð og ríki hans.

 Taktu rétta ákvörðun – hlustaðu á Guð. Matteus 7:24, 25

Sæktu samkomur hjá Vottum Jehóva. Það hjálpar þér að eignast gott samband við Guð.

Haltu áfram að læra um Guð og reyndu að fara eftir boðum hans.

Þegar þú hefur byggt upp sterka trú ættirðu að vígja þig Jehóva og láta skírast. – Matteus 28:19.

Hlustaðu á Guð. Lestu í Biblíunni og biddu votta Jehóva um aðstoð til að skilja hana. Reyndu síðan að fara eftir því sem þú lærir. Ef þú gerir það muntu lifa að eilífu. – Sálmur 37:29.