Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

14. HLUTI

Hvers vegna á Guð sér skipulagðan söfnuð hér á jörð?

Hvers vegna á Guð sér skipulagðan söfnuð hér á jörð?

1. Af hverju valdi Guð Ísraelsmenn til forna sem þjóð sína?

Guð gerði afkomendur ættföðurins Abrahams að þjóð og gaf þeim lög. Hann kallaði þjóðina „Ísrael“ og gerði hana að verndara orðs síns og sannrar tilbeiðslu. (Sálmur 147:19, 20) Fólk af öllum þjóðum gat notið góðs af því. - Lestu 1. Mósebók 22:18.

Guð valdi Ísraelsmenn til að vera votta sína. Saga þeirra til forna lýsir vel hvernig það er til góðs fyrir fólk að hlýða lögum Guðs. (5. Mósebók 4:6) Aðrir gátu því kynnst hinum sanna Guði vegna samskipta hans við Ísrael. – Lestu Jesaja 43:10, 12.

2. Hvers vegna eru þjónar Guðs sameinaðir í skipulögðum söfnuði?

Þegar fram liðu stundir glötuðu Ísraelsmenn velþóknun Guðs og hann valdi kristna söfnuðinn í staðinn. (Matteus 21:43; 23:37, 38) Sannkristnir menn þjóna nú sem vottar Jehóva Guðs í stað Ísraelsmanna. – Lestu Postulasöguna 15:14, 17.

Jesús fól fylgjendum sínum það verkefni að prédika með skipulegum hætti og gera fólk af öllum þjóðum að lærisveinum. (Matteus 10:7, 11; 24:14; 28:19, 20) Þetta starf nær hámarki núna á síðustu dögum þessa heimskerfis. Í fyrsta sinn í sögunni hefur Jehóva sameinað milljónir manna af öllum þjóðum til að stunda sanna tilbeiðslu. (Opinberunarbókin 7:9, 10) Sannkristnir menn eru sameinaður hópur þar sem fólk hvetur hvert annað og hjálpast að. Sama biblíufræðsla fer fram á samkomum þeirra um heim allan. – Lestu Hebreabréfið 10:24, 25.

3. Hvernig hófst starfsemi Votta Jehóva á síðari tímum?

Nútímasaga Votta Jehóva hófst upp úr 1870 þegar lítill hópur biblíunemenda uppgötvaði að nýju biblíusannindi sem höfðu verið hulin öldum saman. Þeir vissu að Jesús hafði falið fylgjendum sínum að prédika með skipulegum hætti svo að þeir tóku sér fyrir hendur að boða ríki Guðs um allan heim. Árið 1931 tóku þeir upp nafnið Vottar Jehóva. –Lestu Postulasöguna 1:8; 2:1, 4; 5:42.

4. Hvernig er starfsemi Votta Jehóva háttað?

Kristnir söfnuðir víða um lönd nutu góðs af handleiðslu stjórnandi ráðs á fyrstu öld en það leit á Jesú sem höfuð safnaðarins. (Postulasagan 16:4, 5) Nú á tímum njóta Vottar Jehóva um heim allan líka góðs af forystu stjórnandi ráðs en það er skipað reynslumiklum öldungum. Ráðið hefur yfirumsjón með deildarskrifstofum Votta Jehóva þar sem biblíunámsrit eru þýdd, prentuð og þeim dreift á meira en 600 tungumálum. Þannig miðlar hið stjórnandi ráð biblíulegri leiðsögn og hvatningu til meira en 100.000 safnaða í öllum heimshornum. Í hverjum söfnuði starfa hæfir öldungar eða umsjónarmenn sem annast hjörð Guðs af alúð. – Lestu 1. Pétursbréf 5:2, 3.

Söfnuður Votta Jehóva er skipulagður með það fyrir augum að boða gleðifréttirnar um ríki Guðs og gera fólk að lærisveinum. Við göngum í hús og boðum trúna líkt og postularnir gerðu. (Postulasagan 20:20) Við bjóðumst líka til að aðstoða sannleikselskandi fólk við að kynna sér Biblíuna. En við erum ekki bara söfnuður heldur erum við fjölskylda og eigum okkur ástríkan föður. Við erum bræður og systur og látum okkur annt hvert um annað. (2. Þessaloníkubréf 1:3) Þar sem þjónar Jehóva leggja sig fram um að þóknast Guði og hjálpa öðrum eru þeir hamingjusamasta fjölskylda í heimi. – Lestu Sálm 33:12; Postulasöguna 20:35.