Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1HLUTI

Hverjar eru gleðifréttirnar?

Hverjar eru gleðifréttirnar?

1. Hvaða fréttir færir Guð okkur?

Guð vill að fólk njóti þess að lifa hér á jörð. Hann skapaði jörðina og allt sem á henni er vegna þess að hann elskar mennina. Innan tíðar gerir hann ráðstafanir til að tryggja fólki alls staðar í heiminum bjarta framtíð. Hann fjarlægir þá allt sem veldur mönnum þjáningum. – Lestu Jeremía 29:11.

Engri ríkisstjórn hefur tekist að útrýma ofbeldi, sjúkdómum eða dauða. En Guð færir okkur gleðifréttir. Bráðlega setur hann af allar stjórnir manna og kemur sinni eigin stjórn til valda. Þegnar hennar verða heilsuhraustir og búa við frið. – Lestu Jesaja 25:8; 33:24; Daníel 2:44.

2. Af hverju er áríðandi að hlusta?

Þjáningarnar taka ekki enda fyrr en Guð fjarlægir illa menn. (Sefanía 2:3) Hvenær gerir hann það? Í Biblíunni var spáð fyrir um það ástand sem ógnar mannkyni núna. Atburðirnir í heiminum benda eindregið til þess að Guð grípi bráðlega í taumana. – Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.

3. Hvað þurfum við að gera?

Við þurfum að fræðast um Guð af orði hans, Biblíunni. Hún er eins og bréf til okkar frá ástríkum föður. Hún segir frá því hvernig við getum bætt líf okkar núna og hlotið eilíft líf á jörð í framtíðinni. Það er ekki víst að allir verði ánægðir með að þú fáir aðstoð við að kynna þér Biblíuna. En vonin um betri framtíð er of verðmæt til að láta hana ganga þér úr greipum. – Lestu Orðskviðina 29:25; Opinberunarbókina 14:6, 7.