Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2HLUTI

Hver er Guð?

Hver er Guð?

1. Hvers vegna eigum við að tilbiðja Guð?

Hinn sanni Guð skapaði alla hluti. Hann á sér hvorki upphaf né endi. (Sálmur 90:2) Gleðifréttirnar, sem er að finna í Biblíunni, eru komnar frá honum. (1. Tímóteusarbréf 1:11) Þar sem Guð gaf okkur lífið ættum við að tilbiðja hann einan. – Lestu Opinberunarbókina 4:11.

2. Hvernig er Guð?

Enginn maður hefur nokkurn tíma séð Guð vegna þess að hann er andavera. Það merkir að hann er miklu æðri en lífverur jarðar. (Jóhannes 1:18; 4:24) Eiginleikar Guðs sjást engu að síður af sköpunarverki hans. Fjölbreytni blóma og ávaxta lýsir til dæmis kærleika hans og visku. Stærð alheimsins ber vitni um mátt hans. – Lestu Rómverjabréfið 1:20.

Við getum kynnst eiginleikum Guðs enn betur með því að lesa Biblíuna. Þar sjáum við meðal annars hvað gleður hann og hvað honum mislíkar, hvernig hann kemur fram við fólk og hvernig hann bregst við mismunandi aðstæðum. – Lestu Sálm 103:7-10.

3. Heitir Guð eitthvað?

Jesús sagði: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Guð hefur marga titla en aðeins eitt nafn. Framburður þess er misjafn eftir tungumálum en á íslensku er það yfirleitt borið fram „Jehóva“. Myndin „Jahve“ er líka þekkt. – Lestu 2. Mósebók 6:3, neðanmáls.

Nafn Guðs hefur verið fellt niður í mörgum biblíum og í staðinn hafa verið settir titlar eins og Drottinn og Guð. En þegar Biblían var rituð kom nafnið fyrir um 7.000 sinnum í henni. Jesús kunngerði nafn Guðs með því að nota það þegar hann fræddi fólk um Guð. – Lestu Jóhannes 17:26.

Horfðu á myndskeiðið Á Guð sér nafn?

4. Er Jehóva annt um okkur?

Guð er eins og ástríkur faðir. Hann hugsar um velferð okkar til langs tíma litið.

Benda þjáningar okkar mannanna til þess að Jehóva Guði sé sama um okkur? Sumir halda því fram að hann reyni okkur með þjáningum og freistingum, en það er ekki rétt. – Lestu Jakobsbréfið 1:13.

Guð sýndi manninum þá virðingu að gefa honum frjálsan vilja. Erum við ekki þakklát fyrir að geta valið hvort við þjónum Guði eða ekki? (Jósúabók 24:15) Margir velja að gera öðrum illt og valda miklum þjáningum. Það hryggir Jehóva að horfa upp á slíkt ranglæti. – Lestu 1. Mósebók 6:5, 6.

Jehóva er annt um okkur. Hann vill að við njótum þess að lifa. Bráðum losar hann okkur við allar þjáningar og þá sem valda þeim. Hann hefur þó gilda ástæðu til að leyfa þjáningar um takmarkaðan tíma. Í 8. kafla könnum við hver hún er. – Lestu 2. Pétursbréf 2:9; 3:7, 13.

5. Hvernig getum við eignast nánara samband við Guð?

Jehóva býður okkur að eiga náið samband við sig með því að tala við sig í bæn. Hann hefur áhuga á okkur hverju og einu. (Sálmur 65:3; 145:18) Hann er fús til að fyrirgefa. Hann tekur eftir að við reynum að þóknast honum þó að okkur mistakist það stundum. Við getum því átt náið samband við Guð þótt við séum ófullkomin. – Lestu Sálm 103:12-14; Jakobsbréfið 4:8.

Þar sem Jehóva gaf okkur lífið ætti okkur að þykja vænna um hann en nokkurn annan. (Markús 12:30) Þú sýnir Guði að þú elskir hann með því að fræðast um hann og gera vilja hans. Þannig eignast þú náið samband við hann. – Lestu 1. Tímóteusarbréf 2:4; 1. Jóhannesarbréf 5:3.