Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

13. HLUTI

Hvað verður um trúarbrögðin?

Hvað verður um trúarbrögðin?

1. Eru öll trúarbrögð góð?

Í öllum trúarbrögðum er að finna einlægt fólk. Það er gleðilegt til þess að hugsa að Guð veit af þessu fólki og lætur sér annt um það. Því miður hefur þó margt illt verið gert í nafni trúar. (2. Korintubréf 4:3, 4; 11:13-15) Samkvæmt fréttum fjölmiðla hafa sum trúfélög jafnvel átt aðild að hryðjuverkum, þjóðarmorðum og styrjöldum og fulltrúar þeirra hafa gert sig seka um að misnota börn. Þetta hryggir mjög einlægt fólk sem trúir á Guð. – Lestu Matteus 24:3-5, 11, 12.

Sönn trú heiðrar Guð en fölsk trúarbrögð misbjóða honum. Þau kenna margt sem á sér enga stoð í Biblíunni, til dæmis falskenningar um Guð og um dauðann. Jehóva vill hins vegar að fólk viti sannleikann um sig. – Lestu Prédikarann 9:5, 10; 1. Tímóteusarbréf 2:3-5.

2. Hvað verður um trúarbrögðin?

Til allrar hamingju lætur Guð ekki blekkjast af trúarbrögðum sem þykjast elska hann en elska í raun og veru heim Satans. (Jakobsbréfið 4:4) Í Biblíunni eru falstrúarbrögðin í heild kölluð „Babýlon hin mikla“ en það var í borginni Babýlon sem fölsk trúarbrögð áttu upptök sín eftir Nóaflóðið. Áður en langt um líður fjarlægir Guð snögglega öll trúarbrögð sem blekkja og kúga mannkynið. – Lestu Opinberunarbókina 17:1, 2, 5, 16, 17; 18:8.

Þetta eru ekki einu gleðifréttirnar. Jehóva hefur ekki gleymt einlægu fólki sem er að finna meðal falskra trúarbragða um heim allan. Hann er að sameina þetta fólk með því að kenna því sannleikann. – Lestu Míka 4:2, 5.

3. Hvað ætti einlægt fólk að gera?

Sönn trú sameinar fólk.

Jehóva er ákaflega annt um þá sem elska sannleikann og hið góða. Hann hvetur þá til að snúa baki við fölskum trúarbrögðum. Þeir sem elska Guð eru tilbúnir til að gera þær breytingar sem þarf til að þóknast honum. – Lestu Opinberunarbókina 18:4.

Einlægt fólk á fyrstu öld tók fagnandi við gleðifréttunum sem postularnir boðuðu. Jehóva beindi því inn á nýja braut sem gaf því von, hamingju og tilgang í lífinu. Þetta fólk er okkur góð fyrirmynd vegna þess að það lét vilja Jehóva ráða ferðinni eftir að það heyrði gleðifréttirnar. – Lestu 1. Þessaloníkubréf 1:8, 9; 2:13.

Jehóva tekur vel á móti öllum sem snúa baki við fölskum trúarbrögðum og læra að tilbiðja hann. Ef þú þiggur hlýlegt boð Jehóva eignastu vináttu hans, nýja og ástríka fjölskyldu meðal þeirra sem tilbiðja hann og að lokum eilíft líf. – Lestu Markús 10:29, 30; 2. Korintubréf 6:17, 18.

4. Hvernig gefur Guð öllum þjóðum ástæðu til að fagna?

Það eru gleðifréttir að Guð ætli að dæma falstrúarbrögðin. Það verður ólýsalegur léttir fyrir alla jarðarbúa. Aldrei framar fá fölsk trúarbrögð að villa um fyrir fólki og sundra mannkyninu. Allir sem lifa verða sameinaðir í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði. – Lestu Opinberunarbókina 18:20, 21; 21:3, 4.