Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 12. HLUTI

Hvernig geturðu eignast náið samband við Guð?

Hvernig geturðu eignast náið samband við Guð?

1. Hlustar Guð á allar bænir?

Guð hvetur alls konar fólk til að leita til sín í bæn. (Sálmur 65:3) En hann hlustar ekki á allar bænir. Svo dæmi sé tekið er óvíst að hann heyri bænir manns sem fer illa með eiginkonu sína. (1. Pétursbréf 3:7) Hann hlustaði ekki á bænir Ísraelsmanna þegar þeir vildu ekki láta af vonskuverkum sínum. Við getum greinilega ekki gengið að því sem gefnum hlut að mega biðja til Jehóva. Hann er hins vegar tilbúinn til að hlusta á bænir þeirra sem iðrast jafnvel þótt þeir hafi syndgað alvarlega. – Lestu Jesaja 1:15; 55:7.

Horfðu á myndskeiðið Hlustar Guð á allar bænir?

2. Hvernig ættum við að biðja?

Bæn er þáttur í tilbeiðslu okkar þannig að við eigum aðeins að biðja til skaparans, Jehóva Guðs. (Matteus 4:10; 6:9) Auk þess ættum við að biðja í nafni Jesú vegna þess að við erum ófullkomin og hann dó fyrir syndir okkar. (Jóhannes 14:6) Jehóva vill ekki að við förum með bænir sem við höfum lagt orðrétt á minnið eða lesum þær upp úr bók. Hann vill að við biðjum eins og okkur býr í brjósti. – Lestu Matteus 6:7; Filippíbréfið 4:6, 7.

Skapari okkar getur jafnvel heyrt bænir sem við biðjum í hljóði. (1. Samúelsbók 1:12, 13) Hann hvetur okkur til að biðja hvenær sem við viljum. Við getum beðið að morgni og kvöldi, á matmálstímum og þegar við eigum í erfiðleikum, svo dæmi séu tekin. – Lestu Sálm 55:23; Matteus 15:36.

3. Af hverju safnast kristnir menn saman?

Við lifum meðal fólks sem trúir ekki á Guð og gerir gys að loforði hans um frið á jörð. Það auðveldar okkur ekki að eignast náið samband við hann. (2. Tímóteusarbréf 3:1, 4;  2. Pétursbréf 3:3, 13) Þess vegna þurfum við að eiga félagsskap við trúsystkini okkar og uppörva hvert annað. – Lestu Hebreabréfið 10:24, 25.

Við styrkjum tengslin við Guð þegar við erum með fólki sem elskar hann. Samkomur Votta Jehóva eru góður vettvangur til að styrkjast af trú annarra. – Lestu Rómverjabréfið 1:11, 12.

4. Hvernig geturðu eignast náið samband við Guð?

Þú getur styrkt tengslin við Jehóva með því að hugleiða það sem þú lærir af orði hans. Íhugaðu verk hans, ráðleggingar og loforð. Með því að biðja og hugleiða lærum við að meta kærleika Guðs og visku. – Lestu Jósúabók 1:8; Sálm 1:1-3.

Þú getur ekki átt náin tengsl við Guð nema þú treystir honum og trúir á hann. En trúin er eins og lifandi vera sem þarf á næringu að halda. Þú þarft að næra trúna jafnt og þétt með því að íhuga á hverju þú byggir hana. – Lestu Matteus 4:4; Hebreabréfið 11:1, 6.

5. Af hverju er það þér til góðs að eiga náið samband við Guð?

Jehóva er annt um þá sem elska hann. Hann getur verndað þá gegn öllu sem gæti ógnað trú þeirra og von um eilíft líf. (Sálmur 91:1, 2, 7-10) Hann varar við líferni sem er skaðlegt heilsu okkar og hamingju. Hann kennir okkur hvernig sé best að lifa lífinu. – Lestu Sálm 73:27, 28; Jakobsbréfið 4:4, 8.