Hoppa beint í efnið

Hvernig heldurðu að framtíðin verði?

Hvernig heldurðu að framtíðin verði?

Verður heimurinn  ...

  • óbreyttur?

  • verri?

  • betri?

 HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Guð ... mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til. Það sem áður var er horfið.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4, Nýheimsþýðingin.

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?

Gefandi og ánægjuleg störf. – Jesaja 65:21–23.

Sjúkdómar og þjáningar verða liðin tíð. – Jesaja 25:8; 33:24.

Eilífa hamingju með fjölskyldu og vinum. – Sálmur 37:11, 29.

 ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?

Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti tvær:

  • Guð er fær um að efna loforð sín. Í Biblíunni er Jehóva Guð einn kallaður ,almáttugur‘ því að máttur hans er ótakmarkaður. (Opinberunarbókin 15:3) Hann er því fullkomlega fær um að breyta heiminum til hins betra eins og hann hefur lofað. „Guð getur allt,“ eins og segir í Biblíunni. – Matteus 19:26.

  • Guð langar til að efna loforð sín. Í Biblíunni segir til dæmis að Jehóva þrái að vekja fólk upp frá dauðum. – Jobsbók 14:14, 15.

    Í Biblíunni er líka sagt frá því að Jesús, sonur Guðs, hafi læknað sjúka. Hann gerði það vegna þess að hann langaði til þess. (Markús 1:40, 41) Jesús var lifandi eftirmynd föður síns og þráði að hjálpa bágstöddum. – Jóhannes 14:9.

    Við getum því treyst að bæði Jehóva og Jesús vilji að framtíð okkar verði hamingjurík. – Sálmur 72:12–14; 145:16; 2. Pétursbréf 3:9.

 TIL UMHUGSUNAR

Hvernig ætlar Guð að breyta heiminum til hins betra?

Svar Biblíunnar er að finna í MATTEUSI 6:9, 10 og DANÍEL 2:44.