Hoppa beint í efnið

Geta hinir dánu lifað á ný?

Geta hinir dánu lifað á ný?

Hvað heldurðu?

  • Nei

  • Kannski

 HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

Fólk mun rísa upp frá dauðum. – Postulasagan 24:15.

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?

Þessi von er hughreystandi þegar ástvinur deyr. – 2. Korintubréf 1:3, 4.

Það leysir okkur undan ótta við dauðann. – Hebreabréfið 2:15.

Það gefur okkur örugga von um að fá að hitta látna ástvini aftur. – Jóhannes 5:28, 29.

 ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?

Já, og fyrir því eru að minnsta kosti þrjár ástæður:

  • Guð skapaði lífið. Í Biblíunni kemur fram að Jehóva Guð sé „uppspretta lífsins“. (Sálmur 36:10, Biblían 2010; Postulasagan 17:24, 25) Það er lítið mál fyrir þann sem gaf lifandi verum lífið að endurvekja þá sem eru dánir.

  • Guð hefur reist fólk upp frá dauðum. Í Biblíunni eru dæmi um átta einstaklinga sem voru reistir upp frá dauðum. Meðal þeirra voru ungir sem aldnir og konur jafnt sem karlar. Sumir höfðu verið látnir í aðeins stutta stund en einn þeirra hafði legið í gröfinni í fjóra daga. – Jóhannes 11:39–44.

  • Guð hefur brennandi löngun til að gera það aftur. Jehóva hatar dauðann og lítur á hann sem óvin. (1. Korintubréf 15:26) Hann þráir að sigrast á þessum óvini og útrýma honum með því að reisa fólk upp frá dauðum. Hann hlakkar til að vekja aftur til lífs á jörð þá sem eru í minni hans. – Jobsbók 14:14, 15.

 TIL UMHUGSUNAR

Hvers vegna eldumst við og deyjum?

Svar Biblíunnar er að finna í 1. MÓSEBÓK 3:17–19 og RÓMVERJABRÉFINU 5:12.