Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

2. Biblían – bók frá Guði

2. Biblían – bók frá Guði

1 BIBLÍAN ER FRÁ GUÐI

„Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:16.

Að hvaða leyti er Biblían ólík öllum öðrum bókum?

Biblían hefur verið þýdd á um 2.600 tungumál og prentuð í milljörðum eintaka.

Í henni eru upplýsingar sem er hvergi annars staðar að finna.

2 BIBLÍAN ER SPÁDÓMSBÓK

,Guð lýgur aldrei.‘ – Títusarbréfið 1:2.

Hvers vegna getum við treyst Biblíunni?

 • Jesaja 44:27 – 45:2

  Biblían spáði fyrir hvernig Babýlon yrði sigruð um 200 árum áður en það gerðist.

 • 2. Tímóteusarbréf 3:1-5

  Biblíuspádómar eru að rætast núna.

 • 4. Mósebók 23:19

  Við getum treyst því sem Biblían segir um framtíðina.

3 BIBLÍAN ER GERÐ TIL AÐ HJÁLPA ÞÉR

„Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er.“ – Jesaja 48:17.

Hvað hefurðu lært um Biblíuna?

 • Jobsbók 26:7; Jesaja 40:22

  Biblían er nákvæm þegar hún minnist á vísindaleg mál.

 • 4. Mósebók 20:2-12

  Biblíuritararnir voru heiðarlegir.

 • Matteus 5-7

  Jesús kenndi fólki hvernig það gæti verið hamingjusamt og haft góð samskipti við aðra. Hann kenndi fólki líka að biðja til Guðs og að hafa rétt viðhorf til peninga.

4 BIBLÍAN GETUR BREYTT LÍFI ÞÍNU

„Orð Guðs er lifandi og kröftugt.“ – Hebreabréfið 4:12.

Hvað getur orð Guðs gert fyrir þig?

 • Það getur hjálpað þér að skilja hver vilji Guðs er.

 • Það getur hjálpað þér að skilja hvers konar persóna þú ert.

 • Það getur hjálpað þér að skilja hvers Guð væntir af þér.

Guð vill að þú lesir og nemir Biblíuna og að þér þyki vænt um hana.