Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

18. Ætti ég að vígja Guði líf mitt og láta skírast?

18. Ætti ég að vígja Guði líf mitt og láta skírast?

1 ÆTTI ÉG AÐ LÁTA SKÍRAST?

„Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast?“ – Postulasagan 8:36.

Hvers vegna og hvernig ættirðu að láta skírast?

Skírn sýnir að þú hefur sagt skilið við fyrra líf og byrjað nýtt sem felst í að gera vilja Guðs.

 • Matteus 28:19, 20

  Til að þjóna Jehóva þarftu að láta skírast.

 • Sálmur 40:9

  Skírn sýnir öðrum að þú viljir þjóna Guði.

 • Matteus 3:16

  Þú þarft að fara alveg á kaf í vatn eins og Jesús.

2 JEHÓVA ÆTLAST ALDREI TIL OF MIKILS AF ÞÉR

„Elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung.“ – 1. Jóhannesarbréf 5:3.

Af hverju þarftu ekki að vera hræddur við að vígjast Jehóva?

 • Sálmur 103:14; Jesaja 41:10

  Þú þarft ekki að vera fullkominn til að vígja þig Jehóva. Hann hjálpar þér að gera það sem er rétt.

 • Kólossubréfið 1:10

  Kærleikur þinn til Jehóva hjálpar þér að sigrast á óttanum við að valda honum vonbrigðum.

3 SKREF Í ÁTT TIL SKÍRNAR

„Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi og lögmál þitt er innra með mér.“ – Sálmur 40:9.

Hvað þarftu að gera til að vígjast Jehóva?

 • Jóhannes 17:3

  STUNDAÐU BIBLÍUNÁM

  Kynnstu Jehóva og Jesú Kristi. Því betur sem þú þekkir þá þeim mun kærari verða þeir þér.

 • Hebreabréfið 11:6

  BYGGÐU UPP TRÚ ÞÍNA

  Treystu loforðum Guðs og að lausnarfórn Jesú geti bjargað okkur frá synd og dauða.

 • Postulasagan 3:19

  SÝNDU IÐRUN

  Þetta merkir að sjá innilega eftir því ranga sem þú hefur gert.

  SNÚÐU TIL GUÐS

  Þetta merkir að hætta rangri breytni og gera það sem er rétt.

 • 1. Pétursbréf 4:2

  VÍGÐU GUÐI LÍF ÞITT

  Þú vígir Jehóva líf þitt þegar þú lofar honum í bæn að tilbiðja hann og láta vilja hans vera það mikilvægasta í lífi þínu.