Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

11. Hvers vegna eru svona miklar þjáningar?

11. Hvers vegna eru svona miklar þjáningar?

1 JEHÓVA VELDUR EKKI NEINUM ÞJÁNINGUM

„Fjarri fer því að Guð breyti ranglega og Hinn almáttki aðhafist illt.“ – Jobsbók 34:10.

Hvers vegna eru svona miklar þjáningar í heiminum?

 • 1. Jóhannesarbréf 5:19

  Satan djöfullinn stjórnar heiminum.

 • Prédikarinn 8:9

  Menn valda öðru fólki þjáningum.

 • Prédikarinn 9:11

  Stundum þjáist fólk af því að það er á röngum stað á röngum tíma.

 • 1. Pétursbréf 5:7

  Jehóva elskar fólk mjög mikið. Það tekur hann mjög sárt að sjá það þjást.

2 SATAN VÉFENGDI RÉTT JEHÓVA TIL AÐ STJÓRNA

,Guð veit að augu ykkar ljúkast upp og þið verðið eins og Guð og skynjið gott og illt.‘ – 1. Mósebók 3:5.

Hvers vegna hunsaði Jehóva ekki ögrun Satans?

 • 1. Mósebók 3:2-5

  Satan sakaði Guð um að vera vondur stjórnandi. Satan vildi að menn tryðu því að þeir hefðu rétt til að ákveða sjálfir hvað væri rétt og hvað væri rangt.

 • Jobsbók 38:7

  Satan ögraði Jehóva frammi fyrir milljónum engla.

3 ÖGRUN SATANS MISHEPPNAÐIST

„Enginn maður ræður för sinni, enginn stýrir skrefum sínum á göngunni.“ – Jeremía 10:23.

Hvers vegna hafa menn þurft að þola þjáningar svona lengi?

 • Jesaja 55:9

  Menn hafa reynt margs konar stjórnarfar en geta ekki stjórnað farsællega án Guðs.

 • 2. Pétursbréf 3:9, 10

  Jehóva er þolinmóður og hefur gefið okkur tíma til að kynnast sér og velja sig sem stjórnanda.

 • 1. Jóhannesarbréf 3:8

  Jehóva á eftir að nota Jesú til að bæta fyrir allan þann skaða sem Satan hefur valdið.

4 NOTAÐU FRJÁLSA VILJANN TIL AÐ ÞJÓNA JEHÓVA

„Öðlastu visku, sonur minn ... svo að ég geti svarað þeim orði sem smána mig.“ – Orðskviðirnir 27:11.

Hvers vegna þvingar Jehóva okkur ekki til að þjóna sér?

 • Orðskviðirnir 30:24

  Dýr hegða sér að mestu leyti í samræmi við eðlishvöt en Jehóva gaf okkur frjálsan vilja. Við getum valið hvort við viljum þjóna honum eða ekki.

 • Matteus 22:37, 38

  Jehóva vill að við þjónum honum vegna þess að við elskum hann.