Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1. Hver er Guð?

1. Hver er Guð?

1 HVER ER GUÐ?

„Þú hefur skapað alla hluti.“ – Opinberunarbókin 4:11.

Hvað kennir Biblían okkur um Guð?

 • Opinberunarbókin 15:3

  Hann er alvaldur, máttugasta persónan í alheiminum.

 • Sálmur 90:2

  Hann hefur alltaf verið til.

 • Matteus 6:9

  Guð er faðir okkar.

  Hann vill að líf okkar sé eins gott og mögulegt er.

 • Postulasagan 17:27

  Guð vill vera náinn okkur.

2 GUÐ HEFUR NAFN

,Ég birtist Abraham, Ísak og Jakobi sem almáttugur Guð en undir nafninu Jahve ...‘ – 2. Mósebók 6:3 (neðanmáls).

Hvers vegna er nafn Guðs mikilvægt?

 • Sálmur 83:19

  Guð segir okkur að hann heiti Jahve eða Jehóva. Guð og Drottinn eru ekki nöfn heldur titlar eins og orðin konungur og forseti. Jehóva vill að við notum nafn sitt.

 • 2. Mósebók 3:14

  Nafn hans þýðir „Hann lætur verða“. Jehóva skapaði alla hluti og getur því staðið við öll loforð sín og látið vilja sinn ná fram að ganga.

3 JEHÓVA ELSKAR OKKUR

„Guð er kærleikur.“ – 1. Jóhannesarbréf 4:8.

Hvað merkir kærleikur Guðs fyrir okkur?

 • 2. Mósebók 34:6; Sálmur 37:28

  Hann er miskunnsamur og samúðarfullur. Honum er mjög annt um sannleika og réttlæti.

 • Sálmur 86:5

  Hann er fús til að fyrirgefa.

 • 2. Pétursbréf 3:9

  Hann er þolinmóður við okkur.

 • Opinberunarbókin 15:4

  Hann sýnir okkur tryggð.

4 GUÐ BER UMHYGGJU FYRIR ÞÉR

„Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. Pétursbréf 5:7.

Hvernig veistu að Guð ber umhyggju fyrir þér?

 • Sálmur 37:9-11

  Hann lofar að binda enda á þjáningar og bæta allan þann skaða sem vont fólk hefur valdið.

 • Jakobsbréfið 4:8

  Jehóva vill að þú sért náinn honum.

 • Jóhannes 17:3

  Því betur sem þú kynnist Guði því vænna þykir þér um hann.