Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 115: Ný paradís á jörðinni

Saga 115: Ný paradís á jörðinni

LÍTTU á þessi stóru tré, fallegu blóm og háu fjöll. Er ekki fallegt hérna? Sjáðu hvernig dádýrið étur úr hendi litla drengsins. Og líttu á ljónin og hestana þarna úti á enginu. Gætir þú ekki alveg hugsað þér að eiga heima í húsi á slíkum stað?

Guð vill að þú lifir að eilífu í paradís á jörðinni. Og hann vill ekki að þú sért veikur eða með verki eins og margir nú á tímum. Biblían lofar þeim sem munu lifa í hinni nýju paradís: 'Guð mun vera hjá þeim. Hvorki dauði né vein né kvöl verður framar til. Allt hið gamla er horfið.‘

Jesús mun sjá svo um að þessi dásamlega breyting eigi sér stað. Veistu hvenær? Já, eftir að hann hreinsar jörðina af allri illsku og vondum mönnum. Þú manst að þegar Jesús var á jörðinni læknaði hann alls konar sjúkdóma og reisti jafnvel fólk upp frá dauðum. Jesús gerði það til að sýna hvað hann myndi gera út um alla jörðina þegar hann yrði konungur Guðsríkis.

Hugsaðu þér hve dásamlegt lífið verður í paradís á jörð! Jesús mun ríkja á himnum ásamt nokkrum þeim sem hann útvelur. Þeir munu annast alla jarðarbúa og gæta þess að þeim líði vel. Nú skaltu sjá hvað við þurfum að gera til þess að Guð gefi okkur eilíft líf í sinni nýju paradís.

Opinberunarbókin 21:3, 4; 5:9, 10; 14:1-3.

Paradís