Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Saga 114: Öll illska hverfur

Saga 114: Öll illska hverfur

HVAÐ sérðu hér? Já, riddarahersveit á hvítum hestum. En taktu eftir hvaðan þeir koma. Hestarnir koma hlaupandi niður frá himni á skýjunum! Eru þá hestar á himnum?

Jesús sem konungur á himnum

Nei, þetta eru ekki raunverulegir hestar. Við vitum það af því að hestar geta ekki hlaupið á skýjunum. En Biblían talar samt um hesta á himnum. Veistu hvers vegna?

Áður fyrr voru hestar mikið notaðir í hernaði. Þegar Biblían segir að riddarar komi á hestum niður frá himni á hún við að Guð ætli að heyja stríð við fólk á jörðinni. Staðurinn, þar sem stríðið er háð, kallast Harmagedón. Í því stríði mun öll illska verða fjarlægð af jörðinni.

Jesús mun stjórna hersveitum Guðs í stríðinu við Harmagedón. Þú manst að Jehóva valdi Jesú sem konung í nýja ríkinu sínu. Þess vegna er Jesús með konungskórónu á höfði. Og sverðið sýnir að hann mun drepa alla óvini Guðs. Ætti það að vekja undrun okkar að Guð skuli ætla að eyða öllum sem eru vondir?

Líttu aftur á 10. söguna. Hvað sérðu þar? Já, flóðið mikla sem eyddi vondu fólki. Hver lét flóðið koma? Jehóva Guð. Líttu núna á 15. söguna. Hvað er að gerast þar? Þar sérðu Sódómu og Gómorru eytt með eldi sem Jehóva lét koma.

Flettu upp á 33. sögunni. Sjáðu hvernig fór fyrir hestum og hervögnum Egypta. Hver lét vatnið dembast yfir þá? Jehóva. Hann gerði það til að vernda þjóð sína. Líttu á 76. söguna. Þar sérðu að Jehóva lét jafnvel eyða sinni eigin þjóð, Ísraelsmönnum, vegna illsku hennar.

Okkur ætti því ekki að undra það að Jehóva skuli senda himneskan her sinn til að hreinsa jörðina af allri illsku. En hugsaðu aðeins um hvað það mun þýða! Flettu blaðsíðunni og sjáðu.

Opinberunarbókin 16:16; 19:11-16.