Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Paradís á jörð

Paradís á jörð

Jehóva mun gera algerlega að engu allt það illa sem Satan hefur gert. Jehóva hefur gert Jesú að konungi yfir allri jörðinni. Undir stjórn hans verður jörðin gerð að paradís. — Daníel 7:13, 14; Lúkas 23:43.

Jehóva lofar þessu:

  • GNÆGÐ MATAR: „Jörðin hefir gefið ávöxt sinn, Guð, vor Guð, blessar oss.“ „Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ — Sálmur 67:7; 72:16.

  • ENGAR STYRJALDIR FRAMAR: „Komið, skoðið dáðir Drottins [Jehóva, NW], hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar.“ — Sálmur 46:9, 10.

  • ENGIN ILLMENNI: „Illvirkjarnir verða afmáðir, . . . Innan stundar eru engir guðlausir til framar, þegar þú gefur gætur að stað þeirra, eru þeir horfnir.“ — Sálmur 37:9, 10.

  • ENGIR SJÚKDÓMAR, SORG EÐA DAUÐI: „Þá munu augu hinna blindu upp lúkast og opnast eyru hinna daufu. Þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur  og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi.“ — Jesaja 35:5, 6.

    „Og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ — Opinberunarbókin 21:3, 4.

Ólíkt Satan og djöflunum lýgur Jehóva aldrei. Allt sem hann lofar hlýtur að verða að veruleika. (Lúkas 1:36, 37) Jehóva elskar þig og vill að þú lifir í þeirri paradís sem hann mun skapa. Hafðu þess vegna samband við votta Jehóva til að læra meira um þau dásamlegu sannindi sem er að finna í orði Guðs. Ef þú lifir í samræmi við sannleikann munt þú losna úr fjötrum blekkinga, hjátrúar og fáfræði. Með tímanum munt þú jafnvel verða leystur úr fjötrum syndar og dauða. Eins og Jesús sagði: „[Þér] munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ — Jóhannes 8:32.