Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Djöflarnir eru manndráparar!

Djöflarnir eru manndráparar!

Satan og djöflarnir hafa alltaf verið grimmir og hættulegir. Í fornöld drap Satan búpening og þjóna hins trúfasta Jobs. Að því búnu drap hann tíu börn Jobs með því að láta ‚fellibyl‘ eyðileggja húsið sem þau voru í. Eftir það sló Satan Job „illkynjuðum kaunum frá hvirfli til ilja.“ — Jobsbók 1:7-19; 2:7.

Á dögum Jesú ollu djöflarnir málleysi og blindu hjá sumu fólki. (Matteus 9:32, 33; 12:22) Þeir þjáðu mann nokkurn og létu hann lemja sjálfan sig grjóti. (Markús 5:5) Þeir létu einnig dreng æpa upp yfir sig, slengdu honum til jarðar og ‚teygðu hann ákaflega.‘ — Lúkas 9:42.

Fyrr á tímum ollu djöflarnir sjúkdómum hjá sumum og létu aðra engjast sundur og saman.

Nú á dögum eru Satan og djöflarnir í meiri morðhug en nokkru sinni fyrr. Í raun hafa illvirki þeirra aukist síðan þeim var varpað niður af himni. Frásagnir víða að úr heiminum bera vitni um grimmd þeirra. Þeir þjá suma með sjúkdómum. Aðra hrella þeir á nóttunni, ræna þá svefni eða valda þeim hræðilegum draumum. Suma misnota þeir kynferðislega. Enn aðra gera þeir vitfirrta eða reka til manndrápa eða sjálfsvíga.

Nú á tímum vekja djöflarnir upp ofbeldishneigð hjá sumum. Aðra hrella þeir á nóttunni og láta þá dreyma hræðilega.

Lintina, sem býr í Súrínam, greinir frá því að djöfull eða illur andi hafi valdið dauða 16 ættingja hennar og henni sjálfri líkamlegum og andlegum kvölum í 18 ár. Hún segist þekkja það af eigin raun að djöflarnir „njóti þess að kvelja nauðug fórnarlömb sín til dauða.“

En Jehóva er fær um að vernda þjóna sína fyrir árásum Satans. — Orðskviðirnir 18:10.