Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hitt kynið

Hitt kynið

 1. HLUTI

Hitt kynið

Strákur og stelpa ganga fram hjá þér á skólaganginum og haldast í hendur. Hvernig líður þér?

□ Er alveg sama

□ Finn fyrir öfund

□ Finn fyrir mikilli öfund

Þú ert í bíói með vinum þínum þegar þú áttar þig á því að allir eru með kærasta eða kærustu — nema þú! Hvernig líður þér?

□ Ekkert mál

□ Svolítið óþægilegt

□ Finn fyrir mikilli öfund

Besti vinur þinn eða vinkona fór að sýna einhverjum af hinu kyninu áhuga og núna eru þau byrjuð saman. Hvernig líður þér?

□ Samgleðst þeim

□ Finn fyrir smá öfund

□ Er pirraður/pirruð og sár

Strákur og stelpa, stelpa og strákur. Þú sérð pör hvert sem þú lítur — í skólanum, úti á götu, í verslunarmiðstöðinni. Og í hvert sinn sem þú sérð þau langar þig líka til að eiga kærasta eða kærustu. En ertu tilbúin(n) til þess? Ef svo er, hvernig geturðu þá valið réttu manneskjuna? Og ef þú hefur fundið einhvern, hvernig getið þið haldið sambandinu siðferðilega hreinu? Kaflar 1-5 geta hjálpað þér að svara þessum spurningum.

 [Heilsíðumynd á bls. 12, 13]